is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1059

Titill: 
  • Þjálfun og fræðsla starfsmanna og frammistaða þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ástæðurnar fyrir því að fyrirtæki eyða háum fjárhæðum í þjálfun starfsfólks eru þær að til að sigra í samkeppni í nútíma samfélagi verða starfsmenn að vera sveigjanlegir, hafa getu til að öðlast nýja hæfileika og temja sér nýjan hugsanagang. Þeir verða að geta unnið sjálfstætt, sett sér eigin markmið, stjórnað eigin frammistöðu og leiðrétt mistök. Þeir þurfa að hafa góða samskiptahæfileika svo þeir geti sjálfir leyst úr vandamálum og kvörtunum frá viðskiptavinum. Markmið þjálfunar eru að auka þekkingu, auka magn og gæði vöru og þjónustu, draga úr sóun og viðhaldi, lækka slysatíðni, draga úr fjarvistum, lækka starfsmannaveltu, minnka kvíða, spara tíma, þróa raunhæfar væntingar, draga úr hættu á mistökum, auka starfsánægju og hæfileika fólks. Gott er að senda starfsfólk á símenntunar-námskeið til að viðhalda þekkingu. Stjórnendur verða einnig að endurmennta starfsfólk sitt á öðru sviði um leið og starf þeirra verður úrelt. Algengasta tegund þjálfunar er starfsþjálfun þar sem starfsmaðurinn kynnist raunverulegu umhverfi, hráefni, hljóði og lykt, þar sem fólk lærir meira á því að gera hlutina sjálft en að hlusta og horfa á einhvern annan framkvæma þá. Gott er að fylgjast með hvort starfsmaðurinn er að gera hlutina rétt. Þá er hægt að leiðrétta hann ef hann gerir mistök og hvetja hann áfram ef hann gerir hlutina á réttan hátt.
    Þjálfun starfsfólks sem er eldra en 50 ára eða hefur 10 ára starfsaldur er meðhöndluð á annan hátt en þeirra sem yngri eru. Þeir eru ekki eins móttækilegir fyrir breytingum og því verður að fara rólega í að innleiða þær. Á móti getur eldra fólkið miðlað reynslu sinni til yngra fólksins. Veraldarvefsþjálfun er ný af nálinni og er komin til að vera. Með hjálp tækninnar er hægt að miðla þekkingu á fljótlegan og auðveldan hátt. Hægt er að halda próf í tölvum og þetta er einnig samskiptatæki fyrir nemendur og kennara.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thjalfunstarfsmI.pdf665.02 kBTakmarkaðurÞjálfun og fræðsla starfsmanna og frammistaða þeirra - heildPDF
thjalfunstarfsmI_e.pdf140.08 kBOpinnÞjálfun og fræðsla starfsmanna og frammistaða þeirra - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
thjalfunstarfsmI_h.pdf112.91 kBOpinnÞjálfun og fræðsla starfsmanna og frammistaða þeirra - heimildaskráPDFSkoða/Opna
thjalfunstarfsmI_u.pdf87.67 kBOpinnÞjálfun og fræðsla starfsmanna og frammistaða þeirra - útdrátturPDFSkoða/Opna