Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/10594
Ritgerð þessi fjallar um sögulega mannfræði og skiptist í tvennt. Í fyrri hlutanum er fjallað um fræðilegan grundvöll sögulegrar mannfræði. Fjallað er um tengsl mannfræði við sögulegar rannsóknir. Fjallað er um hugtökin sögu, frásögn og atburð sem og mikilvægi þess að skoða sögulega atburði sem félagsleg fyrirbæri. Einnig er fjallað um heimildir og að það beri ekki að líta á þær sem staðreyndir um liðinn tíma heldur frekar sem félagslega staðreynd um liðinn tíma. Heimildir þarf að skoða í samfélagslegu samhengi og spyrja þarf spurninga eins og: hver skrifaði heimildina? Af hverju? Hvaða aðferðir voru notaðar? og svo framvegis. Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um gildi vettvangsrannsókna mannfræðinnar fyrir rannsóknir á fortíðinni. Einn þáttur í því að rannsaka fortíðina er að rannsaka skilning samfélaga á eigin fortíð, hvernig það varðveitir frásagnir af fortíð sinni og hvernig þeim er miðlað milli kynslóða. Slíkt rannsóknarefni hentar vettvangsrannsóknum mannfræðinnar vel og tekin eru dæmi úr etnógrafafíum þar sem umfjöllunarefnið er skilningur fólks á eigin fortíð.
Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að mannfræðin getur rannsakað fortíð samfélaga bæði með rannsóknum þar sem stuðst er við söguleg gögn en einnig með vettvangsrannsóknum. Saga er samfélagsleg afurð, frásögn af fortíð samfélaga og samfélög fara mismunandi leiðir í því að varðveita eigin fortíð. Frásögn samfélags af eigin fortíð mótar samfélag samtímans sem svo á móti er sífellt að endurskoða eigin sögu. Vettvangsrannsóknir eru kjörin leið til að öðlast skilning á því hvernig fólk hugsar um fortíð sína, hvernig það segir frá henni og varðveitir hana.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Adam_Hoffritz-Fortíð í nútíð.pdf | 336,28 kB | Open | Heildartexti | View/Open |