en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10597

Title: 
 • is Áhrif barneigna á stöðu kvenna á vinnumarkaðnum
Submitted: 
 • February 2012
Abstract: 
 • is

  Fjöldi útivinnandi kvenna á Íslandi hefur aukist gífurlega frá miðri síðustu öld og er atvinnuþátttaka kvenna ein sú mesta sem þekkist í Evrópu. Þátttaka kvenna á vinnumarkaðnum er þó ekki jafn mikil og þátttaka karla og skýra barneignir hluta þess munar. Niðurstöður könnunar sýna að atvinnuþátttaka karla eykst eftir því sem fleiri og yngri börn eru á heimili en þessu er öfugt farið með konur.
  Með auknu framboði á barnagæslu geta konur aukið framboð sitt á vinnumarkaði og hafa rannsóknir sýnt að sú sé raunin. Fleira hefur áhrif á vinnuframboð kvenna og einn lykilþátturinn þar er fæðingarorlof. Fæðingarorlof á Íslandi hefur tekið miklum breytingum frá fyrstu lagasetningu árið 1946. Árið 2000 var fæðingar- og foreldraorlofskerfinu umturnað með auknum réttindum feðra til orlofstöku. Markmið laganna var að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaðnum. Niðurstöður samanburðarrannsóknar á jafnrétti á vinnumarkaði fyrir og eftir innleiðingu fæðingarorlofslaganna sýndu að lögin hafi haft jafnandi áhrif á stöðu karla og kvenna á vinnumarkaðnum.
  Ein leið til að skoða mismunandi stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði er bera saman laun þeirra. Niðurstöður rannsókna sýna að karlar fá hærri laun en konur fyrir sambærilegan vinnutíma. Samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands hefur tilvist barna jákvæð áhrif á tímakaup karla en neikvæð áhrif á tímakaup kvenna. Þessi áhrif þekkjast víðast hvar í heiminum og hefur launamunur barnlausra kvenna og mæðra jafnan verið nefndur fjölskyldubilið.

Accepted: 
 • Jan 13, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10597


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð - lokaútgáfa.pdf940.43 kBOpenHeildartextiPDFView/Open