en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10599

Title: 
  • Title is in Icelandic „Barátta fyrir fólkið, ekki um fólkið.“ Sameiningarferli AFLs- Starfsgreinafélags á Austurlandi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Stéttarfélög og starfsemi þeirra mynda órjúfanlega heild á íslenskum vinnumarkaði. Allt að 86% íslensks vinnuafls eru félagsmenn í stéttarfélögum. Í flestum tilvikum eru stéttarfélög hluti af stærri einingum sem mynda heildarsamtök og er Alþýðusamband Íslands þau stærstu. Hlutverk og verkefni stéttarfélaga breytist og þróast með breyttri samfélagsskipan. Með sameiningu ýmissa sveitarfélaga hafa orðið miklar breytingar á félagssvæðum stéttarfélaga, sem hafa haft veruleg áhrif á uppbyggingu þeirra. Með þessum breytingum hafa stéttarfélög sameinast í auknum mæli og verður sú þróun tekin fyrir í þessari ritgerð. Nýlegur samruni stéttarfélaga á Austurlandi er áhugavert dæmi um þessa þróun. Þá myndaðist eitt af fjölmennustu verkalýðsfélögum innan ASÍ, með víðfeðmasta félagssvæði sem þekkist á landinu. Þetta gerðist árið 2007 þegar AFL- Starfsgreinafélag Austurlands, Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar og Vökull sameinuðust og urðu að AFLi-Starfsgreinafélagi. Til að fá upplýsingar um samrunaferlið voru eigindleg viðtöl tekin við aðila sem höfðu verið við stjórn hjá félögunum þremur og ólík sjónarhorn við samrunann skoðuð. Markmið samrunans var að bæta þjónustu til félagsmanna og tryggja starfsöryggi þeirra starfsmanna er unnu hjá hinum mismunandi félögum. Það sem helst stóð samrunanum fyrir þrifum voru ágreiningar um skiptingu orlofshúsa og nafngift félagsins. Ágreiningur þessi varð svo djúpstæður að við lá að slitnaði upp úr samningaviðræðum vegna hans. Viðmælendur voru almennt sammála um að samruninn hafi gengið vel og verið félögunum og félagsmönnum til góða. Kenning Gary Chaison um samruna stéttarfélaga var notuð til viðmiðunar. Ein helsta niðurstaða kenningarinnar er sú að samrunar valda ekki miklum áberandi breytingum þrátt fyrir það sem félagsmenn og stjórnendur halda. Breyting verður á innri starfsemi félags en út á við gætir ekki mikilla áhrifa. Kenningin fellur að niðurstöðum eigindlegu viðtalanna. Viðmælendur voru sammála því að þær breytingar, sem urðu við samrunann, hafi orðið á innri starfsemi félagsins. Þær hafi falist í hagræðingu sem hefur gert þjónustuna til félagsmanna skilvirkari og markvissari.

Accepted: 
  • Jan 13, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10599


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Katla Ásgeirsdóttir- BS.pdf850.03 kBOpenHeildartextiPDFView/Open