is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10606

Titill: 
  • Starfsánægja á almenningsbókasöfnum. Eigindleg rannsókn á starfsánægju starfsmanna almenningsbókasafna á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efni þessarar rannsóknar er starfsánægja og líðan starfsmanna almenningsbókasafna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Markmiðið var að leita svara við því hvernig þátttakendum rannsóknarinnar liði í starfi, líkar við starfið og hver þáttur samstarfsmanna, yfirmanns og annarra þátta starfsins hafa á líðan. Skoðaðir voru vefir almenningsbókasafna með tilliti til starfsmannastefnu þeirra og skilgreiningar fræðimanna á starfsánægju og hvað það er sem getur valdið óánægju í starfi. Ennfremur var leitast við að máta líðan starfsmanna inn í tveggjaþáttakenningu Herzbergs og þarfapýramída Maslows með tilliti til starfsánægju og nokkrar erlendar rannsóknir sem fjalla um þætti sem hafa áhrif á starfsánægju bókasafnsstarfsfólks kynntar stuttlega. Aðferðin sem notuð var í þessari rannsókn flokkast undir eigindlegar rannsóknaraðferðir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á viðtölum við níu starfsmenn almenningsbókasafna og endurspegla því eingöngu þeirra upplifun og viðhorf með tilliti til líðanar í starfi á almenningsbókasöfnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Rauði þráðurinn í niðurstöðunum er gagnkvæm virðing og traust. Hrós, hvatning, eftirtekt, frumkvæði, skilningur, gott upplýsingaflæði, fjölbreytileiki starfsins, nálægð við yfirmann og gott aðgengi að honum, samstarf við önnur söfn, léttleiki og ábyrgð er það sem ýtir undir vellíðan og gerir þátttakendur rannsóknarinnar ánægða í starfi.

  • Útdráttur er á ensku

    Job satisfaction is a concept that does not seems to have been researched specifially among public library employees in Iceland untill now. How do public library employees feel at work? What are the main factors that affect employees in public libraries and their job statisfaction? Does it matter how their colleagues and supervisors cooperate, how they act and what they say? In this study job satisfaction and job dissatisfaction is observed from factors as in Maslow´s Hierarcy of Needs and Herzberg‘s Two Factor Theory. This is a qualitative research with face-to-face interviews with nine employees in five public libraries in The Greater Reykjavík Area. The result of the study shows that respect and trust in commmunication with colleagues and supervisors is the main affecting factor. Factors as motivation, compliments, support, attention and understanding from colleagues and supervisors, initiative, information flow, good access to supervisors, cooperation with other libraries, joy and responsibility among other factors clearly have a strong affect on how participants feel at work in their public library.
    Keywords: Job satisfaction, public library, library staff

Samþykkt: 
  • 16.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS_snidmat_RagnhildurBirgisdóttir_lokaverkefni.pdf932.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna