is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10608

Titill: 
 • Móttaka hópa flóttamanna á Íslandi. Handbók fyrir sveitarfélög
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvernig móttaka hópa flóttamanna á Íslandi gengur fyrir sig og hvernig megi betrumbæta móttökuferlið. Áhersla er lögð á að skýra hlutverk sveitarfélaganna og er byggt á reynslu starfsmanna sem hafa komið að móttöku flóttamanna með einum eða öðrum hætti í Reykjavík og Akranesi á árunum 2005, 2007, 2008 og 2010. Einnig er tekið mið af viðhorfum og reynslu flóttamanna á Íslandi í þessu samhengi. Hluti verkefnisins fólst í því að búa til handbók um móttöku hópa flóttamanna fyrir sveitarfélögin.
  Ritgerðin byggir á þeirri kenningu að það er siðferðisleg skylda okkar Íslendinga að taka á móti flóttafólki og að við höfum margvígslega hagsmuni af því, bæði í alþjóðlegu samhengi og einnig til að auðga samfélag okkar. Flóttamenn þurfa almennt öðruvísi og umfangsmeiri þjónustu en gengur og gerist. Til að vel til takist er mikilvægt að vanda til verka við móttökuna og að reynsla af móttöku eins hóps megi nýta til að bæta móttöku næsta.
  Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að leggja grundvöll að upplýstri umræðu um móttökuhópa flóttamanna og opinberri stefnumótun til framtíðar. Niðurstöður benda til að sú reynsla sem fengist hefur af móttöku flóttamanna á Íslandi hefur ekki verið miðlað áfram með nægilega markvissum hætti og hún því ekki nýst næstu móttökusveitarfélögum. Einnig kemur fram að hlutverkaskipting milli samstarfsaðila er ekki nógu skýr og leiðir það til núnings í samstarfinu. Leitað er svara við því hvernig megi byggja upp, viðhalda og miðla áfram þeirri reynslu sem kemur í kjölfar hvers verkefnis. Vonast er til að sveitarfélög geti nýtt sér handbókina við undirbúning móttöku flóttamanna og í móttökuferlinu sjálfu.

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation aims to shed a light on the process of refugee resettlement in Iceland, and, furthermore, to provide proposals for improvements. An emphasis is put on explaining the role of the municipalities in these processes. The primary research is based on interviews with employees involved to varying degrees with refugees in Reykjavík and in Akranes in 2005, 2007, 2008 and 2010. Additionally, the experiences, views and attitudes of the refugees are explored. A part of this dissertation includes a handbook for municipalities on the reception of groups of refugees.
  The starting point of this thesis is the theory that it is the moral obligation of Icelanders to receive refugees, and that in the process, added value and benefits are experienced by the country. Refugees are generally in need of more comprehensive and customised services than non-refugees. In order to make reception of refugee groups as successful and as positive an experience as possible, it is important to work towards improving the process and to transfer and retain knowledge and insights gained from previous experiences with receiving groups of refugees.
  The goal of this research is also to contribute to laying the foundation for an informed discussion, which could lead towards a policy framework on the reception of groups of refugees in Iceland. The conclusions indicate that the experience and knowledge gained from receiving groups of refugees in one municipality has not been properly communicated in an organised manner, and as thus not benefited fully the next municipality that receives a group of refugees. Additionally, the lack of clear division of tasks and responsibilities between the institutions involved has lead to frictions in their collaboration. Finally, solutions are proposed on possible ways to strengthen and improve services to refugees. The handbook can hopefully assist and guide municipalities in their preparation for receiving groups of refugees, as well as for throughout the whole duration of each project.

Samþykkt: 
 • 16.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Sveinsdóttir MA í alþjóðasamskiptum.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna