is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10609

Titill: 
  • Bækur til að breyta heiminum. Einkenni afstöðubókmennta í skáldsögunni Sunset Park
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skáldsagan Sunset Park eftir Paul Auster greind út frá kenningum franska heimspekingsins Jeans-Pauls Sartre um afstöðubókmenntir (fr. littérature engagée). Sartre lagði fram hugmyndir sína um afstöðubókmenntir í bókinni Hvað eru bókmenntir? (1948) þar sem hann setur fram kröfu um að höfundurinn eigi að skuldbinda sig til að taka pólitíska afstöðu í verkum sínum með það fyrir augum að hafa áhrif á heiminn. Lögð er fram söguleg greining á viðhorfi til afstöðubókmennta og skoðað hvernig nýjar hugmyndir í bókmenntafræði og heimspeki hafa bæði bætt við og gagnrýnt upprunalega kröfu Sartres. Meðal þeirra atriða sem eru skoðuð í þessu samhengi eru skrif Rolands Barthes um stöðu höfundar innan textans, höfundarvirkni Michels Foucault, þekkingarfræðilegur bakgrunnur póstmódernískra skáldverka og greining Fredrics Jameson á list og fagurfræði í póstmódernísku ástandi síðkapítalsins.
    Við greiningu á skáldsögunni eru athugaðir þeir þættir sem tengja hana við hefð afstöðubókmennta. Atriðin sem tekin eru til skoðunar eru: staða þess gagnvart höfundarverki Austers; einkenni raunsæis í frásagnaraðferð; afstaða til efnahagsmála; pólitísk afstaða og gagnrýni; og að lokum er litið á hvernig hugmyndin um ameríska drauminn er afbyggð með vísunum til menningarlegra birtingarmynda hans og nostalgískrar þrár sögupersóna.

Samþykkt: 
  • 16.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd loka-KSS.pdf743.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna