is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10613

Titill: 
  • Hreinleg og vistleg heimili eftir seinna stríð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður fjallað um íslensk híbýli og þær hröðu breytingar sem heimilin báru með sér á eftirstríðsárunum. Heimili voru í meira mæli að komast í nútímalegt form, þökk sé nýjum byggingaraðferðum og aukinni neyslu á heimilisvélum og húsmunum. Í ritgerðinni verða þessir þættir settir undir smásjá og kannað verður hvaða áhrif nýjar hústeikningar höfðu á innri hönnun heimila, en einnig skoðum við nýjan húsbúnað og hvaða áhrif hann hafði á heimilin. Á eftirstríðsárunum jókst verslun á nýstárlegum
    húsmunum en slík aukning bendir til þess að neysla hafi aukist. Í ritgerðinni verður neysla og afstaða Íslendinga gagnvart nýstárlegum húsbúnaði gert að sérstöku viðfangsefni.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að nýr húsbúnaður og nýjar hústeikningar hafi gert margt til þess að stuðla að auknu hreinlæti híbýla en einnig stuðlað að auknum þægindum fyrir heimilisfólk. Hreinlætistækin gerðu það að verkum að heimilin voru hreinlegri og af þeim sökum vistvænni fyrir fjölskylduna. Það má segja nokkuð svipaða sögu um nýjar teikningar arkitekta, en þær miðuðust við að uppfylla helstu þarfir heimilismanna og þar má nefna hreinlæti, þægindi og athafnafrelsi. Íslenskir arkitektar voru frumkvöðlar, þeim tókst að byggja steinsteypt híbýli sem voru bæði endingargóð og nytsöm. Nýjar teikningar miðuðust meira við að uppfylla athafnaþrá einstaklinga með því að útvega hverjum og einum heimilismanni athafnasvæði sem hentaði þörfum hans. Einnig mátti sjá merki um hagræðingu í hönnun arkitekta sem fólst í því að gera þrif og rekstur híbýla auðveldari. Með því að auðvelda þrifin þá var búið að skapa grundvöll fyrir hreinu heimili. Þessi grundvöllur átti eftir að styrkjast með tilkomu nýrra húsgagna sem einkenndust af léttu og stílhreinu formi. Léttu húsgögnin þörfnuðust minna viðhalds og nýttu rýmið betur, þannig var hægt að auka þægindi og skapa stærra athafnarými sem hefur stuðlað að auknum þægindum í vistarverum Íslendinga. Nýjar teikningar, ný heimilistæki og nýir húsmunir sýna okkur að heimilismunir geta haft víðtæk áhrif á heimilið og skapað grundvöll fyrir „hollu“ heimili.

Samþykkt: 
  • 17.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Verkefni_steinthor_Kolbeinsson.pdf263.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna