is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10617

Titill: 
  • Starfsánægja: Tengsl starfsánægju við lífsánægju, frammistöðu í starfi og starfsmannaveltu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað ítarlega um hugtakið starfsánægja og tengsl þess við lífsánægju, frammistöðu í starfi og starfsmannaveltu. Starfsánægja er skilgreind sem ánægjulegt eða jákvætt tilfinningaástand sem hlýst af mati einstaklings á starfi eða starfsreynslu. Fræðileg úttekt leiddi í ljós að tengsl starfs- og lífsánægju eru gagnkvæm og að hluta til skýrð út frá persónuleikaþáttum annars vegar og erfðaþáttum hins vegar. Einnig eru tengsl starfsánægju og frammistöðu í starfi meiri en fræðimenn höfðu áður talið auk þess sem aukin starfsánægja er talin geta dregið úr fjarvistum og starfsmannaveltu um 8-11% að meðaltali. Mælingar á starfsánægju eru þó ekki án vandkvæða því fjöldi fræðimanna gerir ekki greinarmun á almennri og sértækri starfsánægju í ritum sínum. Athuganir á frammistöðu í starfi hafa einnig hlotið mikla gagnrýni fyrir skort á aðgerðarbindingu og þar af leiðandi er ekki hægt að ganga út frá því að hugtakið sé notað á sama hátt í rannsóknum sem getur orðið til þess að niðurstöður rannsókna á sama efni verði ólíkar.

Samþykkt: 
  • 18.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf738.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna