en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10624

Title: 
 • Title is in Icelandic Fallegasta bók í heimi
Submitted: 
 • January 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerð þessari er fjallað um ólíkar birtingarmyndir þjóðarímyndarinnar, annars vegar í bókinni Flora Islandica, sem teikningar listmálarans Eggerts Péturssonar af íslenskri flóru prýða, og hins vegar í verkinu Fallegasta bók í heimi, þar sem einu eintaki bókarinnar Flora Islandica var umbreytt á mjög afgerandi hátt með því að maka blaðsíðurnar matvælum. Hið útataða verk var aðal hneykslunarhellan á sýningunni Koddu, sem var opnuð samdægurs í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu síðastliðið vor.
  Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er greint frá þeim hörðu viðbrögðum, sem Fallegasta bók í heimi hlaut í íslensku samfélagi og menningarlífi og þeim deilum, sem spruttu upp í kjölfarið og sem urðu til þess að verkið sjálft fékk ekki verðskuldaða athygli. Deilurnar snerust fyrst og fremst um það hvort Flora Islandica væri listaverk eða fjöldaframleitt verk og þá hvort Fallegasta bók í heimi væri eyðilegging á bókinni eða listaverk í sjálfu sér. Deilurnar báru þess merki að ekki ríkti einhugur um hlutverk og stöðu listarinnar í samfélaginu, og eins voru ekki allir á eitt sáttir um listrænt gildi verksins.
  Í öðrum hluta ritgerðarinnar er greint frá því hvernig höfundar Fallegustu bókar í heimi beittu ýmsum þeim aðferðum, sem eiga sér m.a. fordæmi hjá framúrstefnulistamönnunum 20. aldar. Fjallað er sérstaklega um áhrif og listhugmyndir nýframúrstefnulistamannanna þeirra Asgers Jorn, Dieters Roth, Josephs Beuys og Daniels Spoerri, sem rekja má allt aftur til hugmynda franska listamannsins Marcels Duchamp.
  Í þriðja og síðasta hlutanum er rakið hvernig Flora Islandica sameinar tvo meginþætti þjóðarímyndarinnar, náttúruna og bókmenninguna og þá þróun, sem átt hefur sér stað á ímynd Íslands og hlutverki listamanna við þá sköpun. Þá er Fallegasta bók í heimi einkum greind út frá þeirri hugmyndafræðilegu gagnrýni, sem býr að baki verkinu.

Accepted: 
 • Jan 19, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10624


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Randí Kristjándóttir_ritgerð.pdf551.44 kBOpenHeildartextiPDFView/Open