en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10626

Title: 
  • is Drottnandi boðun. Nauð kvenna og barna.
Submitted: 
  • January 2012
Abstract: 
  • is

    Drottnandi boðun og vandamál í söfnuðum er viðfangsefni verkefnisins. Femínískir guð- og siðfræðingar leggja fram greiningu og hugmyndir til lausna í safnaðarstarfi. Konur og börn fá meginrými í umfjölluninni og líðan þeirra undir hugmyndafræði kristinna safnaða og kirkjudeilda. Leitast er við að færa fram sögulegar og félagslegar ástæður þess að konur og börn hafa þá stöðu sem raun ber vitni. Tillögur að úrvinnslu úr alvarlegum tilvikum ofbeldismála eru settar fram. Ljóst er að ekki er á færi þeirra sem ekki hafa þekkingu né fagmenntun að leysa úr þeim vanda. Mikill ábyrgðarhluti er að taka fólk undir sinn verndarvæng. Innan veggja safnaða eru fáar varnir fyrir konur og sérstaklega börn. Hugmyndafræði og venjur sem ekki einkennast af jákvæðum mannskilningi geta sett safnaðarmeðlimi í ömurlega stöðu. Því er reynt að sýna fram á að hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað með tilliti til framsetningar kristinna kenninga. Velferð kvenna og barna verður þannig sett í fyrsta sæti öllum safnaðarmeðlimum til hagsbóta.

Accepted: 
  • Jan 19, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10626


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Drottn_bodun.pdf365.93 kBOpenHeildartextiPDFView/Open