is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10648

Titill: 
  • Gunnlaugur Briem. Stutt ævisaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gunnlaugur Briem (1773-1834) var sýslumaður Eyjafjarðarsýslu frá árinu 1805 til dauðadags. Leið hans til embættisframa var óvenjuleg; hann útskrifaðist úr listaháskólanum í Kaupmannahöfn, en las fyrir lögfræðipróf utan skóla og lauk því. Hann kom mikið við sögu í byltingunni 1809, sagði upp embætti sýslumanns samviskunnar vegna. Hann skrifaði langa ritgerð, Quid sentimus? Quid faciendum?, um ákvörðun sína og þær vangaveltur sem lágu henni að baki. Það var í andstöðu við flesta aðra sýslumenn, en aðeins fjórir af 19 sýslumönnum ákváðu að segja af sér. Þar að auki sá enginn nema Gunnlaugur ástæðu til þess að tjá sig sérstaklega um málið. Hann var strangur dómari og hafði sérstakan áhuga á að berjast gegn níðvísum og öðrum meiðyrðum. Sú barátta hans náði hámarki árið 1813. Þetta ár komu upp þrjú níðvísnamál sem hann tók til umfjöllunar. Þar að auki er varðveitt eftir hann löng ræða, Rædukorn um Lof og Last, þar sem hann fjallar um eðli þess að lofa eða lasta aðra. Sjö af börnum Gunnlaugs komust á fullorðinsár og unnu þau sér ýmislegt til frægðar. Gunnlaugur var augljóslega margfróður og eftir hann liggur töluvert af handritum. Hann skrifaði mikið um óskyld efni en ekkert eftir hann verið gefið út. Fyrir utan þau rit sem sagt hefur verið frá má nefna sem dæmi Stafrófs-qver í land-mælingalistinne, Eitt og annað vidvikjandi Fjenadar-Rækt og ótitlaðan stjörnuleiðarvísi. Gunnlaugur lést að heimili sínu að Grund í Eyjafirði þann 17. febrúar 1834.

Samþykkt: 
  • 20.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnlaugur Briem.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna