Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1065
Verkefni þetta er unnið fyrir eigendur Hótels Höfðabrekku og inniheldur viðskiptaáætlun fyrir þeirra starfsemi. Rekstur hótelsins er skoðaður og helstu áhrifaþættir á innra og ytra umhverfi þess kannaðir. Gistimarkaðurinn á Íslandi er greindur með sérstakri áherslu á hótel og gistiheimili á Suðurlandi. Sett er fram fjárhagsáætlun til næstu þriggja ára og tillögur kynntar sem stuðla eiga að betri ímynd og hagkvæmni í rekstri.
Umfang rekstursins á Hótel Höfðabrekku hefur aukist umtalsvert undanfarin ár og til að halda betur utan um reksturinn þykir nauðsynlegt að hafa fastmótaðar áætlanir um hvert skuli stefnt í framtíðinni.
Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram í upphafi verkefnisins:
Hvaða leiðir eru færar til að auka rekstrarhagkvæmni og markaðshlutdeild Hótels Höfðabrekku?
Helstu niðurstöður eru þær að hótelið þarf að efla markaðssetningu og huga betur að öllum kynningarmálum. Hagræða þarf vinnuáætlunum og bæta þjálfun starfsfólks til að nýta það betur og hafa betri stjórn á innkaupum.
Helstu ástæður fjölmargra gjaldþrota innan ferðaþjónustunnar eru gífurlegur fjármagnskostnaður fyrirtækja og óskynsemi í rekstrarstjórnun. Til að forðast slíkt þarf Hótel Höfðabrekka að nýta þau tækifæri sem skapast á markaðnum, en um leið gæta þess að kostnaður fari ekki fram úr hófi án þess að það bitni á þjónustugæðunum. Með þannig rekstrarstjórnun á Hótel Höfðabrekka bjarta framtíð.
Eftirfarandi eru fimm lykilorð sem eiga eftir að vera rauði þráðurinn í gegnum þetta verkefni:
Ferðaþjónusta
Sveitahótel
Viðskiptaáætlun
Markaðssetning
Ísland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
sveitahotel.pdf | 867.09 kB | Takmarkaður | Sveitahótel í sókn - heild | ||
sveitahotel_e.pdf | 122.47 kB | Opinn | Sveitahótel í sókn - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
sveitahotel_h.pdf | 175.89 kB | Opinn | Sveitahótel í sókn - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
sveitahotel_u.pdf | 121.59 kB | Opinn | Sveitahótel í sókn - útdráttur | Skoða/Opna |