is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10650

Titill: 
 • Eins eða ólík? Samanburður landatákna á íslensku, dönsku og bresku táknmáli
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni eru borin saman landatákn Evrópuþjóða og tákn heimsálfanna í íslensku, dönsku og bresku táknmáli. Markmiðið er að athuga hvort landatáknin séu eins eða lík á þessum þremur táknmálum og hvort táknin eigi rætur sínar að rekja til upprunatáknmálsins. Einnig er skoðað hvort landatáknin í íslensku táknmáli hafi breyst frá því táknmálsorðbók Félags heyrnarlausra var gefin út árið 1987. Stuðst er við rannsókn á landatáknum sem Russell Aldersson framkvæmdi árið 2008.
  Í upphafi er farið lauslega yfir sögu táknmálanna þriggja til að skoða hvort einhver sögu- eða menningarleg tenging sé á milli þessara táknmála. Þar kemur fram að íslenskt og danskt táknmál eiga söguleg tengsl því að heyrnarlaus börn á Íslandi voru send til Danmerkur í skóla til ársins 1868.
  Táknmyndun er skoðuð og borin saman við myndun orða. Sérstaklega eru skoðuð tákn sem fengin eru að láni úr örðum málum, þar sem landatákn eru oft lánstákn frá upprunamálinu. Fjallað er um tengsl nafnatákna og landatákna sem hvort tveggja eru sérnöfn. Gerð er grein fyrir tveimur íslenskum rannsóknum og einni sænskri, þar sem fjallað er um myndun nafnatákna.
  Valin voru 52 tákn Evrópuþjóða og heimsálfanna, þau glósuð og flokkuð eftir því hversu lík þau voru: Eins, lík eða ólík.
  Niðurstaða rannsóknarinnar er sú, að lánstákn milli mála eru ekki eins algeng og ég hafði talið. Í flestum tilvikum hefur orðið einhver breyting á táknunum. Mér tókst að finna líkindi milli 31 tákns úr táknmálunum þremur og þar af aðeins sjö sem voru eins. Mest var samræmið milli þess íslenska og þess danska. Flest táknin í táknmálsorðabókinni höfðu ekkert breyst, en nokkrum hafði verið breytt til samræmis við upprunatáknmálið. Niðurstöður rannsóknar höfundar og rannsóknar Aldersson voru ólíkar. Samkvæmt Aldersson voru 25 tákn af 30 eins í íslenska og danska táknmálinu, en samkvæmt höfundi voru þau 20. Af þessum 25 táknum Alderssons voru fimm metin lík eða ólík í rannsókn höfundar.

Samþykkt: 
 • 20.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð_sara.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna