is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10658

Titill: 
  • Nýrýni og áhrif hennar á íslenska bókmenntafræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með kenningum nýrýninnar breyttust viðhorf til bókmennta í Bretlandi og Bandaríkjunum á fyrri hluta síðustu aldar. Þeim breytingum fylgdu auknar áherslur á nákvæma textagreiningu og verkið sjálft var sett í forgrunn á meðan höfundi og öðrum utanaðkomandi áhrifum var ýtt til hliðar. Með nýrýninni er höfundurinn ekki lengur lykill að merkingu verka sinna heldur er hana að finna í nákvæmri greiningu orða og samspili þeirra við sjálft verkið. Sömu breytinga gætti á Íslandi á sjötta áratug tuttugustu aldar þegar kenningar nýrýninnar komu fram í skrifum Kristjáns Karlssonar bókmenntafræðings og skálds.
    Í þessari ritgerð verður litið til upphafs nýrýninnar, á hvaða hátt stefnan þróast í meðferð kennismiða skólans og hvernig bókmenntir, þá aðallega ljóðið, öðlast háan sess innan stefnunnar. Sjónum verður bæði beint að áhrifum höfunda og bókmenntagagnrýnenda í greiningu á texta og hvert hlutverk þeirra eigi að vera innan kenninga nýrýninnar. Bókmenntir eiga hvorki að draga fram ákveðnar félagslegar skoðanir né upphefja höfundinn og allra síst eiga þær að vera spegill samtímans.
    Þegar fyrst fór að bera á kenningum nýrýninnar á Íslandi var einkum deilt á hlutverk höfundarins og ætlun hans. Þeirri umræðu var fyrst og fremst beint að íslenska skóla Sigurðar Nordal og ævisögulegu rannsóknaraðferðinni sem var grunnur kenninga skólans. Síðar var gagnrýninni í auknum mæli beint að félagslegu sjónarhorni á bókmenntir sem var ríkjandi meðal vinstri sinnaðra bókmenntafræðinga hérlendis frá fjórða áratug síðustu aldar og fram á þann áttunda. Greinar Kristjáns verða bornar saman við skrif þekktra erlendra nýrýnenda og litið til þess hvernig hann setur kenningar stefnunnar í íslenskt samhengi. Einkum verður sjónum beint að skrifum Kristjáns í tímaritið Nýtt Helgafell (1956-1959) og hvernig þau bera með sér helstu einkenni nýrýninnar sem síðar verða grunnur að kennslu í bókmenntafræði við lok sjöunda og byrjun áttunda áratugs síðustu aldar.

Samþykkt: 
  • 20.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-BA-Hildurþ.pdf190.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna