is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1066

Titill: 
 • Áhrif skattlagabreytinga á einyrkja og lítil fyrirtæki
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni er gerð grein fyrir þeim breytingum sem urðu á skattbyrði einyrkja og lítilla fyrirtækja um áramótin 2001 til 2002.
  Skoðuð voru skrif og hugrenningar um líkleg áhrif breytinganna á skattgreiðslur einstaklingsrekstrar og einkahlutafélaga.
  Til að rannsaka breytta stöðu fyrirtækja fyrir og eftir skattalagabreytingarnar voru tekin dæmi af fyrirtækjum í ólíkum atvinnurekstri með misháar rekstrartekjur. Settir voru upp rekstrarreikningar þeirra og reiknuð út skattbyrði bæði sem einstaklings- og einkahlutafélagarekstur. Reiknuð var út skattbyrði hagnaðar fyrirtækjanna.
  Helstu niðurstöður voru þær að skattgreiðslur af rekstrarhagnaði reglulegrar starfsemi er hærri hjá einstaklingsrekstri en hjá einkahlutafélögum bæði árin. Krónutala skattgreiðslna af hagnaði rekstraraðila lækkuðu frá árinu 2001 til 2002.
  Upphæð reiknaðs endurgjalds eiganda skiptir verulegu máli hvað skattgreiðslur af hagnaði einstaklingsrekstrar varðar. Því hærra sem hið reiknaða endurgjald er því fyrr lendir eigandi í hátekjuskatti með skattgreiðslur af hagnaði rekstrar síns.
  Þegar rekið er einkahlutafélag skiptir hlutfallsleg greiðsla arðs af hagnaði mestu máli hvað skattbyrði varðar.
  Lykilorð: Skattlagning, einyrkjar, einkahlutafélög, sprotafyrirtæki, rekstrarumhverfi.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skattalagabreyt.pdf462.88 kBLokaðurHeildartextiPDF
skattalagabreyt_e.pdf51.23 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
skattalagabreyt_h.pdf129.67 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
skattalagabreyt_u.pdf109.88 kBOpinnÁhrif skattlagabreytinga á einyrkja og lítil fyrirtæki - útdrátturPDFSkoða/Opna