en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10661

Title: 
 • is Heimar sem mætast. Um textatengsl í Miðnætursólborginni eftir Jón Gnarr
Submitted: 
 • January 2012
Abstract: 
 • is

  Í þessari ritgerð er sýnt fram á textatengsl Miðnætursólborgarinnar (1989) eftir Jón Gnarr við unglingabók Arnar Klóa Jói í ævintýraleit (1957). Jón byggir skáldsögu sína meðvitað á bók Arnar, notar persónur hans og söguheim, en útkoman er gerólík.
  Á eftir inngangi er fjallað um fræðin á bak við textatengsl og skopstælingu, helstu kenningar og kennismiði. Sérstaklega er rýnt í kenningar franska fræðimannsins Gérard Genette og hugtak hans umritun (e. hypertextuality) kynnt en það er notað til að greina tengsl skáldtextanna tveggja.
  Næst verða textatengsl verkanna tveggja skoðuð og greind með hliðsjón af kenningum Genettes um umritun og skopstælingu. Því næst er gerð grein fyrir fræðilegri umfjöllun um staðleysur og fjallað um hvernig þær birtast í Miðnætursólborginni, en sagan er dystópísk framtíðarsýn þótt útópískir draumar komi þar einnig við sögu. Kynhlutverk og kynlíf í Miðnætursólborginni verður einnig til umfjöllunar og hvernig hefðbundnum viðmiðum er þar snúið á hvolf. Að lokum er rætt um hvernig Miðnætursólborgin er gagnrýnin dystópía og ádeilu hennar á samfélag ritunartímans.

Accepted: 
 • Jan 20, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10661


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
skemmanpdf.pdf413.7 kBOpenHeildartextiPDFView/Open