is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10665

Titill: 
 • Ferðalag inn í menningarheim heyrnarlausra. Er hægt að bæta ímynd heyrnarlausra með ferðamennsku?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er menning heyrnarlausra út frá samhengi ferðamálafræðinnar.
  Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er sú hvort menningartengd ferðamennska í menningarheimi heyrnarlausra sé gagnleg leið til að efla ímynd heyrnarlausra í heyrandi samfélagi og vinna gegn fordómum í þeirra garð. Þessi rannsóknarspurning er sett fram með það að leiðarljósi að auka vitneskju almennings um menningarheim heyrnarlausra og einnig sýna fram á mikilvægi þess að táknmál og menning heyrnarlausra sé varðveitt. Ritgerðinni fylgir drög að ferðabækling sem ætlaður er til auglýsingar á ferð inn í menningarheim heyrnarlausra.
  Í upphafi ritgerðar er farið yfir ýmis hagnýt atriði eins og skilgreiningar um ferðamanninn, ferðalög, áhrif ferðalaga á menningarstofnanir og ímynd í tengslum við ferðamannastaði. Aðalkafli ritgerðarinnar fjallar um menningu heyrnarlausra út frá sjónarhorni þeirra sem tilheyra henni. Fjallað er um menningu, minnihlutahópa og menningararfleifð. Helstu menningarverðmæti heyrnarlausra eru; táknmál, saga, sagnahefð, bókmenntir og list. Aðalkaflinn inniheldur þætti sem heyrandi ferðamenn geta mögulega upplifað á ferð sinni um menningarheim heyrnarlausra.
  Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að ef að þessi ferð sem sett hefur verið fram verður að veruleika mun heyrandi fólk fá aukin skilning á menningu og hugarheim heyrnarlausra. Menningarlegur skilningur hefur áhrif á myndun og mótun ímyndar því mun ímynd heyrnarlausra í heyrandi samfélagi ná stórkostlegum breytingum til batnaðar.

Samþykkt: 
 • 20.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.-ritgerð.pdf523.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Bæklingur.pdf419.43 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna