en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10668

Title: 
  • Title is in Icelandic "Þó dáleiða blíðast og dilla mér sætast-draumarnir mínir sem aldrei rætast". (Úr Systurnar í Grænadal). Um ástina og trúna í skáldsögunum Gestir og Systurnar frá Grænadal.
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni er fjallað um ástina og trúna í verkum Maríu Jóhannsdóttur og Kristínar Sigfúsdóttur, Systurnar frá Grænadal og Gestir. Ástin og trúin eru viðfangsefni sem verða ekki skilin að í verkunum, þau leggja grunninn hvort að öðru og eru gríðarlega mikilvæg. Þessi hugtök virðast hafa átt hug og hjarta margra höfunda í kringum tuttugustu öldina og eiga jafnvel enn. María og Kristín eru aðeins tvær af mörgum merkum kvenrithöfundum, sem hafa ekki fengið þá athygli sem þeim ber.
    Fórnin var áberandi í skáldsögum kvenna á fyrstu tveim áratugum tuttugustu aldarinnar, en hún tengist þeim hugtökum sem eru aðal umfjöllunarefni ritgerðarinnar, ástinni og trúnni. Fórnin er áberandi í samskiptum kynjanna og í hjónabandinu, konan fórnar sér fyrir hagsmuni eiginmanns og barna, það var köllun kvenna. Uppeldi kvenna og samfélagið allt var gegnsósa af þeim skilaboðum að hagsmunum þeirra væri best borgið með því að bæla drauma sína og þrár fyrir hið hefðbundna hlutverk sem þeim var ætlað – að vera eiginkonur, mæður og húsfreyjur. Þetta kemur skýrt fram í báðum sögunum. Fórnin tengist trúnni og ástin samskiptum kynjanna. Það er augljóst af skrifum þessara kvenna að þær velta fyrir sér hlutverki sínu í lífinu og það endurómar þá kvennabaráttu sem var að hefjast á Íslandi. Hugmyndin um hlutverk og köllun konunnar átti eftir að taka breytingum, sem gekk ekki þrautalaust fyrir sig eins og flestir vita.

Accepted: 
  • Jan 20, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10668


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þó dáleiða blíðast og dilla mér sætast.pdf410.9 kBOpenHeildartextiPDFView/Open