Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/10671
Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir dygðum og köllun kvenna á Íslandi í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Þessi tvö hugtök eru skoðuð í ljósi dygðasiðfræði, kvennabaráttu og kristinnar trúar, með áherslu á baráttu kvenna fyrir auknum réttindum. Hugtakið dygð á sér langa sögu, en sérstakar kvennadygðir voru ekki til umræðu fyrr en á 17. og 18. öld. Helstu dygðir kvenna eru taldar vera umhyggja, fórnfýsi, sjálfsfórn, varnarleysi og kærleikur. Engu að síður telja margir heimspekingar að siðferði sé ekki mögulegt ef fórnfýsi er ekki til staðar.
Köllun kvenna í lífinu hefur markað kvennabaráttuna, ekki síður en dygðirnar. Köllun konunnar var talin innan veggja heimilisins og áttu þær að sinna umönnun heimilisfólks. Þetta var ríkur þáttur í vitund kvenna, sem og samfélagsins alls og hefur áhrif á okkar tímum. Konur áttu erfitt með að brjótast út úr því hlutverki sem þær töldu sig kallaðar til að sinna. Ekki nóg með að þeim fyndist þær ganga gegn náttúrulögmáli, heldur var samfélagið ekki tilbúið í þessar breytingar að neinu leyti. Þær konur sem ákváðu að sinna opinberum málum hlutu harða gagnrýni og voru taldar ókvenlegar og hálf ónáttúrulegar. Konur áttu að vera heima og sinna störfum sínum þar, en ekki vera að þvælast á vettvangi karlanna. Samfélagið var haldið þeirri skoðun að alls ekki væri hægt að sinna tveimur verkum, það er konur gátu ekki bæði verið mæður og eiginkonur með öllum þeim skyldum sem því fylgdi og unnið úti á opinberum vettvangi. Þær urðu að minnsta kosti að velja á milli.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Margrét lilja-guðfræði.pdf | 340.93 kB | Open | Heildartexti | View/Open |