en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10673

Title: 
  • Title is in Icelandic Guð blessi Ísland. Þjóðríkistrú, þjóðkirkja og trúarhugmyndir Íslendinga
Submitted: 
  • January 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er greint frá sérstakri gerð af trúarbrögðum sem hefur verið nefnd Þjóðríkistrú (e. Civil Religion). Þjóðríkistrú getur m.a. orðið til þegar fólk með mismunandi bakgrunn, t.a.m. trúarbakgrunn, kemur saman til þess að vinna að velferð þjóðar sinnar. Þá þarf að finna eitthvað sem sameinar fólkið í þessari vinnu. Eitthvert tákn t.a.m. sem hefur meiri merkingu en önnur tákn. Þetta tákn þarf að vera það öflugt að það snerti innstu hjartarætur og verði að helgitákni.
    Byrjað verður á því að fjalla almennt um trú og trúarbrögð þar sem farið verður í útskýringar og skilgreiningar á þessum hugtökum. Greint verður frá því hvað fræðimennirnir Emilié Durkheim, Friedrich Schleiermacher og Paul Tillich segja um trú og trúarbrögð. Fjallað verður um tilurð þjóðríkistrúarinnar, hver það var sem setti fyrstur fram kenninguna um þjóðríkistrú og á hverju hann byggir þær. Einnig verður fjallað um Robert N. Bellah sem er einna þekktastur fyrir það að hafa sett fram kenninguna um bandaríska þjóðríkistrú (e. American Civil Religion). Að lokum eru trúmál á Íslandi skoðuð og íslensk þjóðríkistrú. Fyrst verður byrjað á því að fjalla um það hvernig trúmálum er háttað á Íslandi. Skoðað verður m.a. hvað stjórnarskráin segir um trúmál og hvert hlutverk þjóðkirkjunnar er hér á landi. Því næst er hin íslenska þjóðríkistrú skoðuð, hvenær hún kom fram og m.a. hverjar séu helstu hetjurnar og táknmyndirnar innan trúarinnar, en táknmyndir er eitt það mikilvægasta í Þjóðríkistrúnni. Að lokum er skoðað hvort sú trú sem þjóðkirkjan boðar sé hugsanlega þjóðríkistrú okkar Íslendinga og hvort íslensk þjóðríkistrú sé í raun til.

Accepted: 
  • Jan 20, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10673


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gunnar Stígur Ritgerð.pdf973.93 kBOpenHeildartextiPDFView/Open