is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10674

Titill: 
  • Margvíðni frásagnar: Greining á frásagnaraðferðum stafrænna leikja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru frásagnaraðferðir stafrænna leikja greindar og sérkenni slíkra frásagna þar með rannsökuð. Hugað er að því hvað slík sérkenni, sem fyrirfinnast ekki eins í öðrum miðlum, hafa að segja um frásagnarhugtakið. Einnig er hugað að því hvort þau geti í raun verið grunnur fyrir frásögn þar sem ekki ríkir almen sátt í þeim efnum. Ef að um frásögn er að ræða þá hefur það í för með sér vissa endurskoðun á takmörkunum sem og órannsökuðum möguleikum frásagna.
    Í kjölfarið veruð fjallað um hugmyndina um margvíðni frásagnar. Margvíðni frásagnar felst í því að fleiri en ein frásagnarvídd geti farið fram samhliða í einu verki. Þrátt fyrir að vera ekki takmörkuð við stafræna leiki virðist margvíðni vera auðgreinanlegust á forsendum þeirra. Hér er því haldið fram að stafrænir leikir hafi möguleikann á því að setja fram mesta fjölda slíkra vídda og því gott dæmi um margvíðni. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að stafrænir leikir eru viðeigandi í þessu samhengi því samruni frásagnarvídda virðist einnig oft vera með öðrum hætti í leikjum í samanburði við hefðbundnari frásagnarmiðla. Því eru ólíkir leshættir sem liggja að baki annað hvort samruna frásagnarvídda eða skiptingu þeirra einnig sérstaklega teknir fyrir.
    Til þess að skella stoðum undir þær kenningar sem koma fram í ritgerðinni eru greiningardæmi sett upp í lokin. Þeim er ætlað að sýna fram á umræddar hugmyndir á forsendum verka í stað þess að tala eingöngu um þær almennt. Raundæmi af þessum toga rannsaka frásagnaraðferðir stafrænna leikja enn frekar og útskýra þær betur í tengslum við þekkta leiki.

Samþykkt: 
  • 20.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaritgerð(NokkviJarl).pdf742.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna