en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10679

Title: 
  • Title is in Italian Alle origini della moda italiana. Nascita e sviluppo della moda italiana tra Firenze, Roma e Milano tra secondo dopoguerra e anni ´70 del XX secolo
Submitted: 
  • January 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð sem er lokaverkefni til B. A. prófs í ítölsku er fjallað um upphaf og þróun tískuiðnaðar á Ítalíu. Tilgangur hennar er að greina upphaf og þróun nútíma tískuiðnaðarins í sögu- og landfræðilegu samhengi. Þar sem leitast er við að varpa ljósi á megin einkenni ítalskrar tísku og helsu frumkvöðlar á þessu sviði eru nefndir.
    Segja má að fyrstu drög að ítölskum tískuiðnaði hafi verið lögð á millistríðsárunum. Á tímum fasista á Ítalíu var það draumur Mussolini að ítalskur fataiðnaður mundi verða sjálfstæður og laus við erlend áhrif, þó var það ekki fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina sem í raun er hægt að tala um að ítölsk tíska nái fótfestu á alþjóðlegum vettfangi. Með tilkomu Marshall aðstoðarinnar og nýrra markaðstækifæra í Bandaríkjunum eftir síðari heimstyrjöldina skapast þær aðstæður sem ítalskur tískuiðnaður þarfnaðist til þess að blómstra og þróast í það stórveldi sem hann í dag er. Segja má að það sem einkum einkenni ítalska tísku sé það hvað mikilvægi handverkshefða hefur verið sterkt á Ítalíu í gegnum tíðina. Í upphafi ritgerðarinnar er stuttlega gerð grein fyrir þessu mikilvægi handverkshefða í ítölsku samfélagi sem og aðstæðum á Ítalíu eftir síðari heimstyrjöldina. Í ritgerðinni er tekið mið af hinum margbreytilegu einkennum hinna mismunandi héraða á Ítalíuskaganum. Í aðalhluta hennar er athyglinni beint að þremur borgum Flórens, Róm og Mílanó sem allar áttu, hver á sinn hátt, þátt í því að móta ítalskan tískuiðnað og gera hann að því sem hann er í dag. Í ritgerðinni er ennfremur sýnt fram á hvernig ítalski tískuiðnaðurinn hefur þróast út frá samruna handverkshefða og nýrra framleiðslu- og dreifingar aðferða sem eiga rætur sínar að rekja til Norður- Ameríku og ruddu sér til rúms á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina.

Accepted: 
  • Jan 20, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10679


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
forsíða og titilsíða.pdf88.86 kBOpenForsíða, titilsíðaPDFView/Open
Alla origini della moda.pdf2.7 MBOpenMeginmálPDFView/Open