is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10680

Titill: 
  • Stífni lausra jarðlaga við stíflustæði Hólmsárvirkjunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Yfirborðsbylgjumælingar hafa verið notaðar hér á landi sem og erlendis og eru fljótlegar og þægileg leið til ákvörðunar á stífni jarðefnis. Framkvæmdar hafa verið mælingar og skráðar í gagnagrunn síðan á tíunda áratugnum. Útfrá yfirborðbylgjumælingunum er hægt að áætla skúfbylgjuhraða jarðefnisins sem er síðan nátengdur stífni þess. Helstu kostir yfirborðsbylgjumælinga eru sá að mælingarnar eru ódýrar og einfaldar í framkvæmd og valda ekki miklu jarðraski á yfirborði jarðlagsins. Framkvæmd mælinganna fer þannig fram að hraðanemum er stillt upp í láréttri línu og högg framkvæmd við enda hraðanemanna. Hraðanemarnir nema bylgjuna og bylgjuhraðinn svo ákvarðaður útfrá tímamismuni milli nemanna. Niðurstöður mælinganna gefa okkur síðan upplýsingar um Rayleighbylgjuhraða sem fall af dýpi sem síðan er hægt að umbreyta yfir í skúfbylgjuhraða.
    Í þessu verkefni verður fengist við að meta skúfbylgjuhrað med yfirborðsbylgjuaðferðinni, stífnin verður síðan ályktuð beint útfrá skúfbylgjuhraðanum. Til samanburðar verða gögn frá SPT borunum túlkuð og borin saman vid niðurstöður yfirbordsbylgjumælinganna í þeim tilgangi að gefa okkur áreiðanlegri niðurstöður.
    Helstu ókostir SPT boranna er sá að ef efnið reynist kornótt verða gögnin ómarktækari en fyrir fínna efni. Ástæðan er sú ad SPT borstálið verður fyrir meira hliðarviðnámi í jarðveginum þ.a.l minnkar svörun milli borstálsins og jarvegs sem hefur síðan bein ahrif á túlkun og gæði mæligagnanna. Þumalputta reglan er því fínna sem efnið er því marktækari verdur túlkunin a SPT borgögnunum.

Samþykkt: 
  • 20.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerd_final1.pdf5.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna