en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10682

Title: 
  • is Sophie Calle. Að elta hið ókunna
Submitted: 
  • January 2012
Abstract: 
  • is

    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er listsköpun Sophie Calle (f. 1953). Aðferðafræði listakonunnar verður skoðuð í ljósi kenninga heimspeksins Hans-Georg Gadamer um hugmyndina um leikinn, sem birtist í bók hans Truth and Method. Einnig verður fjallað um hvernig heimspekingurinn Hanna Arendt gerði skil á opinberu og persónulegu rými í höndum listamanna sem birtist í bók hennar The Human Condition. Listfræðingurinn Nicolas Bourriaud gaf út bókina Relational Aesthetics árið 2002 og tók listsköpun Sophie Calle sem dæmi þegar hann fjallaði um fagurfræði venslalistar. Venslalist snýr að þeirri þróun innan listheimsins þegar listamenn fóru að skapa aðstæður sem felast í félagslegri gagnvirkni og athöfnum og hún tengir saman listina við umhverfi samfélagsins. Þá verður horft til kenninga Rosalind Krauss sem birtist í ritgerðinni Two Moments from the Post-Medium Condition. Þar fjallar Krauss um tæknilega nálgun listakonunnar og helstu einkenni þeirrar heimildaöflunar sem hún notfærir sér til að sanka að sér efnivið til sköpunar. Að endingu verður sérstaklega fjallað um verk Calle Pas Pu Sasir La Mort (Couldn’t Capture Death) sem birtist fyrst á Feneyjartvíæringnum 2007 og verkið greint út frá sálgreinikenningum Juliu Kristevu með bók hennar Svarta Sól að leiðarljósi. Í þeirri bók telur Kristeva meðal annars að geðdeyfð og áföll séu helsti hvati sköpunargáfunnar og að auki, það að nefna þjáninguna, upphefja hana og kryfja er ákveðin leið til að leysa upp sorgina.

Accepted: 
  • Jan 21, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10682


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOKARITGERÐ.pdf399.01 kBOpenHeildartextiPDFView/Open