is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10684

Titill: 
 • Atkvæðaskipting. Rannsókn á hugmyndum fólks um atkvæðaskiptingu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni fjallar um rannsókn á hugmyndum fólks um atkvæðaskiptingu. Ég fór yfir kenningar málfræðinga frá ýmsum tímum um atkvæðaskiptingar. Hugmyndir þeirra eru ólíkar en aðallega skiptast menn í tvo hópa. Annar hópurinn fjallar um atkvæði sem hljóðkerfis-fræðilegt fyrirbæri og telja þeir að atkvæðaskilin séu í lægðum hjómminni hljóða á milli hinna hljómmiklu sérhljóða. Samkvæmt þeim er atkvæðum eðlilegast að vera opin, s.s. enda á sérhljóði, og taka stuðul, eða hefjast á samhljóði. Hinn hópurinn fjallar um atkvæðaskiptingu eins og í dag er fjallað um að skipta orðum í rituðum texta á milli lína. Þá er skiptingin alltaf á undan sérhljóði næsta atkvæðis á eftir. Ég fór í gegnum nokkrar algengar kennslubækur og skoðaði hvernig atkvæðaskipti hafa verið kennd í gegnum tíðina. Einnig fór ég yfir reglurnar um að skipta orðum á milli lína.
  Rannsóknina sjálfa framkvæmdi ég þannig að ég útbjó tvö einföld könnunarblöð. Blöðin voru alveg eins upp sett og alveg sambærileg en orðin á þeim voru mismunandi. Á hvoru blaði fyrir sig voru tvö verkefni, annars vegar áttu þátttakendur að segja atkvæðafjölda átta orða og hins vegar áttu þeir að skipta 20 orðum upp í atkvæði. Verkefnin á öðru blaðinu áttu þátttakendur að leysa munnlega með því að lesa orðin upphátt og segja mér atkvæðafjöldann í fyrri hlutanum, en í þeim seinni að lesa orðin upp og skipta þeim í atkvæði með því að slíta þau í sundur þar sem þeim fannst atkvæðaskilin eiga að vera. Seinna blaðið fengu þátttakendur í hendurnar til að svara skriflega. Þá áttu þeir að skrifa atkvæðafjöldann við átta orð og draga strik í gegnum orðin 20 til að sýna hvar þeir vildu hafa atkvæðaskilin.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að það er mjög ríkt í fólki að vilja skipta í atkvæði á undan sérhljóða. Um þrír af hverjum fjórum skipta orðunum þannig í atkvæði. Örfáar undantekingar eru á því en þátttakendur skipta orðum sem enda á –ja yfirleitt á undan j-inu en ekki á undan a-inu. Í samsettum orðum skipta þátttakendur nánast undantekingalaust um samskeyti orðanna, en margir láta þar við sitja og skipta orðunum ekkert frekar niður þó um sé að ræða fleiratkvæð orð með þremur og jafnvel fjórum atkvæðum. Þátttakendurnir eiga almennt mikið auðveldara með að segja til um atkvæðafjölda orða en að benda á sjálf skilin. Í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem þeir eiga að segja til um fjölda atkvæða segja 70-98% þeirra til um réttan atkvæðafjölda í hverju orði fyrir sig.
  Nokkur hljóðritunartákn gæti vantað í textann, þá má hafa samband við mig á netfangið sab3@hi.is til að óska eftir réttu eintaki.
  Lykilorð: Íslenska, rannsókn, atkvæði

Samþykkt: 
 • 23.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslensk BA Forsíða.pdf97.11 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Íslensk BA Sara Bjargardóttir.pdf382.66 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna