is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10691

Titill: 
  • Jarðfundnir kambar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hefur fjöldinn allur af allskyns gripum komið upp á yfirborðið við þær rannsóknir sem fram hafa farið hér á landi. Ef litið er til þeirra gripa sem oft finnast sem haugfé í kumlum má meðal annars sjá gripi á borð við sverð, axir, sörvistölur og margskonar skartgripi á borð við kúptar nælur sem hafa verið vel rannsakaðir en aðrir gripir hafa setið á hakanum. Á meðal þeirra gripa eru kambar en þeir eru einn af stærri gripaflokkunum í endurútgáfu Kuml og haugfé en rannsóknum á kömbum hefur verið verulega ábótavant.
    Í ritgerðinni verður öllum jarðfundnum kömbum á Íslandi, með takmörkunum þó, gerð skil. Þeir kambar sem féllu innan takmarkananna reyndust vera 61 talsins að viðbættum þrem sem féllu sumpart innan takmarkananna eða rétt við þau.
    Kambar á Íslandi eru margir hverjir mjög keimlíkir þeim kömbum sem finnast á öðrum svæðum víkingaheimsins en enginn þeirra kamba sem fundist hafa hér á landi er búinn til úr innlendu efni. Kambarnir eru allir búnir til úr hornum hjartar-, elg-, eða hreindýra en engin slík dýr voru til staðar á Íslandi á þeim tíma sem kambarnir voru framleiddir. Það rennir því líkum að því að kambarnir séu allir innfluttir eða, í það minnsta, efnið sem notað var í þá.

Samþykkt: 
  • 23.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida.pdf25.46 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
titilsida.pdf4.47 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
BA_rit_final_pdf.pdf11.87 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna