is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10696

Titill: 
 • Reynsla kvenna af heilbrigðisþjónustu í Reykjavík í kjölfar fósturláts
Skilað: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu kvenna af heilbrigðisþjónustu í Reykjavík í kjölfar fósturláts, ásamt því að fá vísbendingar um hvað vel er gert og hvað megi betur fara þegar kemur að heilbrigðisþjónustu við konur í kjölfar fósturláts. Rannsakandi lagði sérstaka áherslu á að skoða reynslu kvenna af eftirfarandi þáttum: viðmóti og framkomu heilbrigðisstarfsmanna, upplýsingagjöf og fræðslu, aðstöðunni/umhverfinu innan heilbrigðiskerfisins og eftirfylgd heilbrigðisstarfsmanna. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem tekin voru átta hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við konur á aldrinum 25 – 38 ára. Samtals eiga konurnar fimmtán fósturlát að baki og var meðgöngulengd þeirra allt frá fimm vikum til 21. viku.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að reynsla kvennanna af viðmóti og framkomu heilbrigðisstarfsmanna einkenndist bæði af jákvæðri og neikvæðri reynslu. Það mátti greina jákvæða reynslu þegar þær upplifðu umhyggju, hlýju, samkennd og tillitssemi af hálfu heilbrigðisstarfsfólks. Neikvæð reynsla einkenndist hins vegar af skorti á viðurkenningu, samkennd, hlýju og tillitssemi. Þá lýstu sumar þjónustunni sem „færibandavinnu“. Reynslu kvennanna af upplýsingagjöf og fræðslu mátti skipta niður í sex flokka eða þemu, en þau eru: áfallahjálp, fósturlát staðfest – næstu skref, minningarathöfn, orsök fósturlátsins, andleg líðan og félagsleg samskipti, og að lokum stuðningsúrræði. Að mati kvennanna voru upplýsingagjöf og fræðsla í flestum tilfellum ófullnægjandi. Þá voru ákveðnir þættir varðandi aðstöðu og umhverfi innan heilbrigðiskerfisins sem reyndust konunum erfiðir. Í því samhengi má nefna viðveru nýfæddra barna, barnsgrátur og biðraðir. Konurnar voru hins vegar sáttar þegar þær fengu að vera út af fyrir sig. Það var mismunandi með hvaða hætti konunum var veitt eftirfylgd og að sögn þeirra var hún í flestum tilfellum ófullnægjandi. Konurnar greindu flestar frá góðum stuðningi á meðgöngum eftir missi. Tvær konur þurftu þó að leita sér hjálpar hjá fagaðila vegna andlegrar vanlíðanar.
  Lykilorð: Fósturlát, afleiðingar, reynsla, heilbrigðisþjónusta, félagsráðgjöf

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to gain insight into women's experiences of health services in Reykjavík after miscarriage, and to provide indications of what is done well and what may go better when it comes to health services for women after miscarriage. The researcher focused on examining women's experiences of the following factors: attitude and behavior of health care workers, information and education, facility/environment within the health care and follow-up of health care workers. The study is based on qualitative research methods, which covers eight semistructured individual interviews with women aged 25 to 38 years. The women have in total 15 miscarriages and the gestational age was from week 5 up to week 21.
  Results from this study showed that women's experiences of health care workers' behavior and attitude were characterized by both positive and negative experiences. It was considered a positive experience when they experienced concern, warmth, sympathy and consideration from health care workers. Negative experiences, however, were characterized by lack of acceptance, compassion, warmth and consideration. Some women described the service as "assembly line work". The women’s experiences of information and education could be divided into six categories or themes, which include: crisis counsel, miscarriage confirmed - the next steps, memorial, cause of miscarriage, mental condition and social interaction, and at last means of support. In most cases, the women experienced information and education to be inadequate. There were certain aspects relating to facilities and environment within the health system that proved difficult for the women, for example the presence of newborn babies, baby crying and lines. The women, however, were satisfied when they got privacy. They were given follow-up in various ways and according to them it was in most cases inadequate. The women reported in most cases a good support during pregnancy after a loss. Two women, however, needed to seek help from professionals because of mental distress.
  Keywords: Miscarriage, consequences, experience, health services, social work

Samþykkt: 
 • 24.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Berglind Kristjánsd.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna