en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10697

Title: 
 • Title is in an undefined language Hvordan står det til? En undersøgelse af islandske gymnasieelevers udtale af dansk
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þetta verkefni fjallar um rannsókn á framburði sex íslenskra menntaskólanema á dönsku. Ég rannsakaði sum þeirra framburðarfrávika sem komu fram í máli ungmennanna og skoðaði hvort þau gerðu sömu frávikin og þá hvort frávikin tengdust íslenskum framburði. Rannsóknargögnin voru fengin með upptökum á upplestri unglinganna. Frávikin sem ég skoðaði sérstaklega voru valin útfrá upptökunum og hugmyndum mínum um hvaða atriði skipta verulegu máli í skilningi Dana á dönsku borinni fram af málhöfum sem ekki hafa dönsku að móðurmáli. Niðurstöðurnar voru að framburður nemendanna líktist íslenskum framburði og að nemendurnir læsu dönskuna upp eins og hún væri rituð á íslensku. Því voru langmestu framburðarfrávikin í framburði á sérhljóðum. Út frá þessu komu upp vangaveltur um það hvernig málnotendur læri móðurmál sitt. Til eru margar kenningar um hvernig það gengur fyrir sig og fór ég í gegnum nokkrar þeirra. Ég velti líka fyrir mér hvernig málhafar læri annað tungumál eftir að hafa lært móðurmál sitt. Þetta ferli líkist hinu fyrra að nokkru leyti, en þegar málnotandi lærir annað mál þarf hann ekki eingöngu að tileinka sér nýjar reglur og venjur heldur líka að venja sig af því sem eingöngu tilheyrir móðurmálinu en ekki nýja tungumálinu. Ég skoðaði mismunandi máltökuskeið sem tengjast aldri. En aldur málnotanda við upphaf tungumálanáms hefur mikið að segja um það hversu vel hann lærir framburð á nýja tungumálinu. Í lokin tók ég niðurstöðurnar saman og fjallaði um hvort lítil áhersla væri lögð á framburðarkennslu í dönskukennslu á Íslandi.
  Þar sem hljóðfræðitákn birtast ekki rétt í skjalinu má hafa samband við mig á netfangið sab3@hi.is til að fá rétt eintak.
  Lykilorð: Danska, hljóðfræði, rannsókn

Accepted: 
 • Jan 24, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10697


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Dönsk BA Forsíða.pdf91.96 kBOpenForsíðaPDFView/Open
Dönsk BA Sara Bjargardóttir.pdf490.28 kBOpenMeginmálPDFView/Open