is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10700

Titill: 
 • Umboðsvandi í hlutafélögum milli stjórnenda og hluthafa
 • Titill er á ensku Agency Problem in Limited Companies
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um umboðsvanda í hlutafélögum milli stjórnenda og hluthafa. Rannsóknarspurning og markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort koma megi í veg fyrir umboðsvanda milli þessara aðila en til þess að komast megi að niðurstöðu um það er nauðsynlegt að finna orsakir slíks vanda.
  Í því skyni var framkvæmd rannsókn á því hver tilurð umboðsvanda er sem og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á umfang umboðsvanda milli stjórnenda og hluthafa. Lagaákvæði íslensku hlutafélagalaganna, sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra milli stjórnenda og hluthafa, voru einnig skoðuð nánar en slík ákvæði verða að teljast mikilvæg til þess að mögulegt sé að draga úr umboðsvandanum. Þá var að síðustu framkvæmd rannsókn á því hvaða leiðir séu helst færar til þess að draga úr umboðsvanda milli stjórnenda og hluthafa.
  Niðurstaða höfundar er sú að góðir stjórnhættir hlutafélaga, árangurstenging launa, réttindi hluthafa og virk réttarúrræði geta mögulega komið í veg fyrir umboðsvanda milli stjórnenda og hluthafa í litlum hlutafélögum. Í stórum hlutafélögum er hins vegar nær útilokað að útrýma umboðsvanda milli þeirra. Meirihlutaræði er grundvallarregla í félagarétti og meirihluti hluthafa hefur afgerandi áhrif á niðurstöðu hluthafafundar. Því er sjaldan eða aldrei unnt að mæta öllum óskum minni hluthafa.
  Eftir hrun íslenska fjármálamarkaðarins og gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja er mikilvægt að endurheima traust og trúverðugleika fjárfesta á íslensku viðskiptalífi. Nauðsynlegt er að gefa umboðsvanda meiri gaum en atburðir síðustu ára hafa sýnt hversu mikilvægt er að gott samband sé milli stjórnenda og hluthafa. Því er eitt af mörgum nauðsynlegum skrefum, í þá átt að endurreisa íslenskt efnahagslíf, að draga úr umboðsvanda milli stjórnenda og hluthafa.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses agency problem in limited companies between managers and shareholders. The research question, and the objective of the thesis, is to examine whether agency problem between managers and shareholders can be prevented. In order to come to a conclusion it is necessary to determine what causes such a problem.
  Consequently, a research was conducted on the origin of agency problem between managers and shareholders and what factors affect the extent of it. The legal provisions of the Icelandic company law, which goals are to prevent conflicts, were also examined in more detail. Such provisions must be considered important in reducing the agency problem. A research was also conducted on what means are available to reduce the agency problem between managers and shareholders.
  The author’s conclusion is that good corporate governance, incentive agreements, shareholders’ rights and effective legal remedies have the potential to prevent agency problem between managers and shareholders in small limited companies. In large limited companies it is, however, almost impossible to eliminate agency problem between managers and shareholders. Majority vote is a fundamental rule of company law and majority shareholders have a decisive influence on the outcome of the shareholders’ meeting. Therefore there is no basis for fulfilling every wish the minority shareholders might have.
  After the collapse of the Icelandic financial market and bankruptcy of many companies it is important to regain investors’ confidence and the credibility of the Icelandic financial market needs to be restored. It is therefore necessary to pay more attention to the agency problem as the events of recent years have underlined the importance of a strong relationship between managers and shareholders. One of many steps towards rebuilding the Icelandic economy is therefore to decrease agency problem between managers and shareholders.

Samþykkt: 
 • 24.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umboðsvandi í hlutafélögum milli stjórnenda og hluthafa.pdf505.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna