is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10701

Titill: 
  • Regluvarsla sem hluti af innra eftirliti fjármálafyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukin áhersla hefur verið lögð á innra eftirlit fjármálafyrirtækja á síðastliðnum árum. Skilvirkt innra eftirlit í fjármálafyrirtækjum er talin vera forsenda fyrir öruggri og traustri starfsemi allra fyrirtækja. Innri endurskoðun, áhættustýring og regluvarsla stuðla að öflugu innra eftirliti í fjármálafyrirtækjum. Innra eftirlit er ferli sem er komið frá stjórn fjármálafyrirtækisins, stjórnendum og starfsmönnum, en tilgangur þess er að veita hæfilega vissu um að fyrirtækið nái markmiðum sínum. Starf regluvarðar er mikilvægur hluti af innra eftirliti fjármálafyrirtækja. Meginhlutverk regluvarðar í fjármálafyrirtækjum er að hafa eftirlit með því að fyrirtækið fylgi þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda og stuðla að því að fyrirtækið stundi eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Þann 1. nóvember árið 2007 tóku gildi á Íslandi lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem fólu í sér innleiðingu á ákvæðum tilskipunar nr. 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive). Tilskipunin krefst víðtækrar regluvörslu í fjármálafyrirtækjum. Starf regluvarða var styrkt og viðfangsefnin aukin. Í ritgerðinni er sjónum beint að innra eftirliti í fjármálafyrirtækjum með áherslu á hlutverk og stöðu regluvörslu. Þannig eru íslenskar réttarheimildir um regluvörslu rannsakaðar, hlutverk annarra eftirlitseininga skoðað og mat lagt á hvort að sú umgjörð sem innra eftirliti fjármálafyrirtækja er skapað sé nægjanlegt til að ná fram þeim markmiðum sem því er ætlað að tryggja.
    Af lestri rannsóknarskýrslu Alþingis má sjá að innra eftirlit í fjármálafyrirtækjum hafi verið verulega ábótavant. Fyrirbyggja verður að slíkar aðstæður geti endurtekið sig með því að styrkja og skýra þann lagaramma sem regluvörslu og öðrum eftirlitseiningum innan fjármálafyrirtækja er gert að starfa eftir. Fjármálafyrirtækin ættu að sjá hag sinn í slíkum lagabreytingum og stuðla þannig að því að innra eftirliti þeirra sé fylgt eftir með trúverðugum hætti enda er það lykilforsenda þess að geta byggt upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélagsins í heild.

Samþykkt: 
  • 24.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð.pdf845.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna