is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10702

Titill: 
 • Ábyrgð vegna höfundaréttarbrota sem framin eru á jafningjanetum, með áherslu á þjónustuveitendur.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Internetið er orðið sjálfsagður hluti af daglegu lífi Íslendinga og með hraðari internettengingum og aukinni tækniþróun, er orðið mjög einfalt fyrir netnotanda að sækja afþreyingu frítt af internetinu. Við þessa iðju notast flestir við jafningjanet, sem hafa verið allsráðandi á þessu sviði. Staðreyndin er þó sú að mikið af þessu efni er þar í óþökk rétthafa og því ólögmætt efni og dreifing slíks efnis því ólögmæt samkvæmt höfundarétti.
  Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar beinist að ábyrgð vegna höfundaréttarbrota sem framin eru á jafningjanetum, með áherslu á þjónustuveitendur. En jafningjanetin hafa verið þyrnir í augum rétthafa allt frá stofnun skráardeiliforritsins Napsters.
  Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um íslenskan höfundarétt og þann rétt og þær takmarkanir sem rétturinn veitir annarsvegar höfundum og hinsvegar almenningi varðandi meðferð á höfundavörðu efni á internetinu. Síðan er tekin umfjöllun um jafningjanetin og þróun þeirra. Skoðað er með tilliti til dómafordæma, hver ábyrgð forsvarsmanna og notenda jafningjanetanna sé vegna höfundaréttarbrota. Ábyrgð þessara aðila virðist fremur ljós og geta þeir borið ábyrgð undir vissum kringumstæðum.
  Rétthafar hafa á síðustu árum beint sjónum sínum að þjónustuveitendum og hvort unnt sé að virkja þá í baráttunni gegn höfundaréttarbrotum, með þá annarsvegar einhverskonar samvinnu og hins vegar með því að gera þá ábyrga á grundvelli hlutdeildar í brotum notenda sinna. Fjallað er um hvort unnt sé að leggja ábyrgð á þjónustuveitendur, engir dómar hafa fallið hérlendis varðandi álitaefnið og er því stuðst við erlenda dómaframkvæmd, sem er þó fremur óljós. Í flestum ríkjum er þó viðurkennt að þjónustuveitendur geti borið ábyrgð í vissum tilvikum, álitamálið er í raun við hvaða tilvik og hver séu mörk ábyrgðarinnar.
  Skoðaður er nýlegur dómur Evrópudómstólsins, þó enn sé óljóst hver full áhrif hans verða þá markar hann ákveðna línu varðandi mörk ábyrgðarinnar og í framhaldinu er svo velt fyrir sér líklegum áhrifum dómsins og framtíðarþróun.

Samþykkt: 
 • 24.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin1.pdf769.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna