is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10704

Titill: 
 • Fjárdráttarbrot : með sérstakri áherslu á stjórnendur lögaðila
 • Titill er á ensku Embezzelment, with emphasis on executives of legal entities
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjárdráttarbrot, með sérstakri áherslu á stjórnendur lögaðila
  Í ritgerðinni er fjallað um fjárdráttarbrot skv. 247. Gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hverjir geta framið þau, þar sem lögð var áhersla á aðstöðu stjórnenda lögaðila.
  Byrjað er á að fjalla um hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að háttsemi falli undir fjárdráttarákvæðið. Almennt geta þeir sem hafa vörslur verðmæta framið fjárdráttarbrot.
  Gerð er grein fyrir því hverjir teljast stjórnendur lögaðila, við þá umfjöllun er notast við lög um hlutafélög nr. 2/1995. Einnig er fjallað um hvort aðrir en lögformlegir aðilar geti talist stjórnendur eins og til dæmis svo kallaðir skuggastjórnendur. Áhersla er lögð á að skýra hverjar helstu skyldur stjórnenda eru og hvort þeir hafi vörslur verðmæta til að geta framið fjárdráttarbrot. Framkvæmdarstjóri hefur í flestum tilfellum vörslur verðmæta stöðu sinnar vegna. Stjórnarmenn hafa það hins vegar ekki, því þarf að skoða hvert tilfelli fyrir sig til að kanna hvort stjórnarmaður hafi vörslur verðmæta. Venja hefur myndast á Íslandi að stjórnarformenn séu starfandi stjórnarformenn, í slíkum tilvikum getur stjórnarformaður haft vörslur verðmæta og því í aðstöðu til að geta framið fjárdráttarbrot. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur geta gerst sekir um fjárdráttarbrot á grundvelli saknæms eftirlitsskorts. Hvert tilvik þarf þá að meta þar sem sýna þarf fram á ásetning til verksins skv. 18. gr. og auðgunar skv. 243. gr. hgl., lægsta stig ásetnings nægir. Til þess að uppfylla það þarf að sýna fram á orsök og afleiðingu þ.e. að stjórnandinn hafi vanrækt eftirlitsskyldu sína og að honum hafi verið ljóst eða mátt vera ljós afleiðing af vanrækslu hans.
  Að lokum var fjallað um mörk fjárdráttar gagnvart ólögmætri meðferð á fundnu fé, fjársvikum og umboðssvikum. Komist var að þeirri niðurstöðu að vegna breyttra viðskipahátta sé fjárdráttarákvæðið ekki að ná yfir þau tilvik sem því var ætlað. Því er lagt til að ákvæðið verði tekið til endurskoðunar. Þá hefur notagildi og mikilvægi umboðssvika ákvæðisins aukist. Umboðssvik fela ekki í sér minna alvarleg brot og því ætti að hækka refsimörk ákvæðisins.

 • Embezzelment, with emphasis on executives of legal entities
  This thesis examines Article 247 of the General Penal Act No. 19/1940., concerning embezzlement of executives of corporations and other legal entities.
  The condition for embezzlement that is required to be fulfilled in the meaning of Article 247 is explored. In general, those who are protecting financial assets are able to commit embezzlement.
  Those who are considered to be corporate board members and other executives according to Iceland corporate legislation, mainly the Icelandic Corporate Cod No. 2/1995, are taken into consideration. Additionally, it is discussed whether others than entities in conformity with the law can be considered as executives, for example Shadow Executives. An emphasis is given to the explanation of the main obligations of executives and whether they have in their possession valuables to commit embezzlement. In most cases, the Executive has possession of valuables because of his/hers position. On the other hand the member of board do not, therefore it is necessary to look into each and every case to be able to evaluate whether a board member has possession of valuables. In Iceland it has become a custom that the Chairman of the Board has some specific assignments within the corporation and might therefore be in possession of valuables. In such cases, he or she is in a position to be able to commit embezzlement. The conclusion was made that Executives can become guilty of embezzlement offense because of criminal control deficiency. Each incident must be evaluated to reveal intention of the permitted fraud according to Article 18 and 243 of the General Penal Act., Dolus eventualis is enough. For that to be fulfilled, it is required to demonstrate the cause and the consequence, i.e. that the executive did indeed neglect his or hers obligation of supervision and he or she was aware or should have realized the consequence of his or hers negligence.
  Finally, the line of embezzlement towards illegal use of treasure trove was discussed as well as fraud and agency fraud. The conclusion was made that because of changes ways of doing business, the Article 247 of the General Penal Act does not cover all the cases in which it was intended. Therefore, it is proposed that the provision will be reviewed. Furthermore, the usefulness and importance of the provision of agency fraud has increased. Agency fraud does not include less serious crime and should the terms of imprisonment in the article therefore be raised.

Samþykkt: 
 • 24.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ingibjorgs_2211832749.pdf636.49 kBLokaðurHeildartextiPDF