is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10705

Titill: 
  • Takmarkanir og undanþágur á höfundarétti og notkun á vernduðu efni við kennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir takmörkunar- og undanþáguákvæðum á höfundarétti sem varða notkun á höfundavörðu efni við kennslu og kanna hvort nægilegar heimildir séu fyrir hendi fyrir þeirri notkun sem þegar á sér stað. Við það mat verður skoðað hvort öll undanþáguákvæði samkvæmt alþjóðasamningum eru í íslenskum höfundalögum. Auk þess verður gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem takmörkunarákvæði þurfa að uppfylla.
    Í efni ritgerðarinnar er farið yfir þær réttarheimildir sem snerta svið höfundaréttarins og takmarkanir á þeim rétti og gerð grein fyrir helstu meginreglum höfundalaga nr. 73/1972. Greint er frá þeim reglum sem gilda um takmarkanir á höfundarétti og gildissvið og túlkun þriggja þrepa prófs Bernarsáttmálans. Skoðað er hugtakið notkun við kennslu út frá sjónarhorni Bernarsáttmálans og Infosoc tilskipunarinnar og þær heimildir sem kveðið er á um þar að lútandi. Greint er frá takmörkunarákvæðum höfundalaga nr. 73/1972 sem lúta að notkun við kennslu og ýmsum hugleiðingum um efnið eins og viðfangsefnið gefur tilefni til. Að lokum er reynt að meta þarfir kennara með tilliti til notkunar á vernduðu myndefni af Netinu og í tilefni þess var gerð könnun um notkun myndverka af Netinu í skólum.
    Niðurstöður benda til þess að kennara skorti heimildir til að geta nýtt sér verndað stafrænt efni til notkunar í grunnskólum og framhaldsskólum. Heildarleyfi á grundvelli samningskvaða getur veitt kennurum nægilegar heimildir til notkunar á vernduðu efni og um leið umgangast höfundarétt og Netið á löglegan hátt. Jafnframt benda niðurstöður til þess að ákvæði alþjóðasamninga sem kveða á um notkun við kennslu séu óskýr og nauðsynlegt sé að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, WIPO og löggjafarvald Íslands veiti nánari skýringar á ákvæðum sem lúta að notkun við kennslu. Í ljósi þess að allar takmarkanir á höfundarétti þurfa að uppfylla skilyrði þriggja þrepa prófs 2. mgr. 9. gr. Bernarsáttmálans verður að telja æskilegt að prófið verði lögleitt í höfundalög.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to identify the limitations and exceptions to copyright law relating to the use of copyright protected material in teaching and to determine whether equitable power exists for the present use of the material. All derogating provisions pursuant to international agreements will be examined to determine whether they have been implemented into Icelandic copyright laws. In addition the conditions will be stipulated to which the restrictive clauses must apply.
    The thesis covers the sources of law which apply to the field of copyright law and the limitations thereto as well as outlining the main principles of the Copyright Act No 73/1972. An outline will be given of the rules applying to the limitations and scope of copyright law as well as providing an interpretation of the three-step test of the Bern Convention. The concept of utilization for teaching is scrutinized from the perspective of the Bern Convention and the Infosoc Directive as well as the authorizations provided thereto. The limitations of Copyright Act No 73/1972 relating to the utilization for teaching will be outlined and considerations arising from those are discussed. Finally an attempt is made to evaluate the need of teachers to utilize copyrighted works from the Internet and for that purpose a survey was conducted on the utilization of works from the Internet in schools.
    The results of the survey indicate that primary and college school teachers do not have sufficient authorization for the use of digital content in primary schools. A general license on the basis of an extended collective license provides teachers with adequate permissions for the use of copyright material on the Internet, in a legal manner. The results of the thesis furthermore indicate that the provisions of international conventions relating to utilization in teaching are unclear and that it is necessary that the European Commission, WIPO and the legislator in Iceland provide a clarification of the provisions relating to the utilization of copyright material in teaching. Given that all limitations on copyright need to conform to the conditions set out in the three-step test of Article 9 (2) of the Bern Convention it must be considered feasible that the test is transposed into copyright law.

Samþykkt: 
  • 24.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
aðalskjal -Takmarkanir og undanþágur á höfundarétti.Kristín Magnúsdóttir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna