is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10707

Titill: 
 • Sjálfsfjármögnunarbann hlutafélaga. - um 2. mgr. 104. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • 2. mgr. 104. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög er ætlað að koma í veg fyrir sjálfsfjármögnun hlutafélaga. Ákvæðið bannar með hlutlægum hætti að hlutafélag veiti lán, setji tryggingu eða leggi fram fé í tengslum við fjármögnun á kaupum á hlutum í félaginu sjálfu eða móðurfélagi þess. Helstu rök fyrir sjálfsfjármögnunarbanni í lögum eru vernd hagsmuna kröfuhafa, hluthafa og félagsins sjálfs, en talið er að hagsmunir þessara aðila kunni að vera sniðgengnir ef fjármunir renna úr félagi í tengslum við viðskipti með hluti í því sjálfu.
  Í ritgerðinni er leitast við að svara þeirri spurningu hvort markmið sjálfsfjármögnunarbannsins náist við núverandi réttarástand. Í því skyni er því lýst hvernig aðilar í viðskiptalífinu hafa möguleika á að fara framhjá ákvæðinu með öðrum gerningum. Er það niðurstaða ritgerðarinnar að þessir gerningar, einkum úthlutun arðs, lækkun hlutafjár eða framkvæmd öfugra, lóðréttra samruna, hafi leitt til þess að sjálfsfjármögnunarbann 2. mgr. 104. gr. hfl. nær ekki þeim markmiðum sem að er stefnt. Má einna helst rekja það til ósamræmis í reglum um úthlutun fjármuna úr sjóðum félaga.
  Í ritgerðinni er ennfremur reynt að taka afstöðu til þess hvort skynsamlegt sé fyrir Íslendinga að huga að breytingum á sjálfsfjármögnunarbanninu. Í því ljósi er nýleg breyting á annarri félagaréttartilskipuninni rannsökuð ásamt nýlegum breytingum á dönsku hlutafélagalögunum, en íslenska ákvæðið er byggt á grundvelli þessara reglna. Í báðum tilvikum hefur verið horfið frá hlutlægu banni í þessum efnum og sjálfsfjármögnun heimiluð með ströngum skilyrðum. Um varfærið skref er að ræða í slökun á sjálfsfjármögnunarbanni, en um leið tryggt meira samræmi milli reglna um úthlutun úr sjóðum félaga. Að mati höfundar eru breytingarnar til góðs og er það niðurstaða hans að eðlilegt væri fyrir Íslendinga taka svipuð skref í tilslökun hins hlutlæga sjálfsfjármögnunarbanns.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of Article 104 paragraph 2 of Act No. 2/1995 respecting Public Limited Companies is to prevent financial assistance by public companies. To that end the provision objectively prohibits actions whereby a public limited company advances funds, makes loans or provides security with a view to an acquisition of its own shares, or those of the parent company. The main argument given for the prohibition is protection of the interests of creditors, shareholders and company funds, as it is believed that the interests of these parties can be circumvented if a company’s funds are used in relation to transactions in its own shares.
  The object of this thesis is to seek an answer to the question of whether the goals of the prohibition can be achieved by current legislation. In the process of seeking that answer, the way in which market participants have found ways to by-pass the provision, by taking advantage of other measures is described. The conclusion is that these measures, especially dividend payments, the reduction of share capital or executions of LBOs followed by a merger, have resulted in the failure of the prohibition to attain its goals. That failure is primarily contributable to discrepancy in regulations regarding the allocation of company funds.
  Another object of this thesis is to form an opinion on whether it would be a rational move on behalf of Iceland to amend the prohibition. In that context, a recent change in the Second Company Law Directive is studied together with recent changes in the Danish Company Act as the Icelandic provision is founded on the basis of these rules. In both cases, an objective prohibition has been abandoned but financial assistance allowed, subject to strict conditions. This constitutes a conservative step towards slackening the prohibition while securing greater consistency between rules regarding the allocation of company funds. The author believes the alterations are an improvement and concludes that Iceland should follow suit and take similar steps to slacken the objective prohibition on financial assistance.

Samþykkt: 
 • 24.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML Sjálfsfjármögnun hlf_SÞÓ.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna