is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1071

Titill: 
 • Nemendur með sálfélagslegan vanda og skólaumhverfið
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknarinnar var tvíþættur. Annars vegar að kanna
  samsvörun nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga og skólaumhverfis með
  matstækinu Mat nemenda á skólaumhverfi (MNS) og hins vegar að bera niðurstöður
  saman við fyrirliggjandi upplýsingar um samsvörun nemenda með hreyfihömlun og
  skólaumhverfis. Þátttakendur voru 24 börn og unglingar á aldrinum 9-17 ára með
  erfiðleika af sálfélagslegum toga sem valdir voru með hentugleikaúrtaki. Að auki voru
  nýtt fyrirliggjandi gögn um 39 nemendur með hreyfihömlun á aldrinum 9-18 ára. Notuð
  var megindleg rannsóknaraðferð með lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna og seinni
  rannsóknarspurningunni var svarað með marktektarprófum. Niðurstöður rannsóknarinnar
  sýna minnsta samsvörun á milli nemenda og skóla við matsþættina; að vinna í stærðfræði,
  að skrifa og taka þátt í íþróttum og sundi. Mest er samsvörunin við matstþættina; aðgengi
  að skólanum, samskipti við starfsfólk og að sinna daglegum viðfangsefnum í frímínútum.
  Samanburður á hópunum tveimur leiddi í ljós marktækt meiri þátttöku barna með
  erfiðleika af sálfélagslegum toga heldur en barna með hreyfihamlanir í matsþáttunum; að
  vinna í list og verkgreinum, þátttaka í bekkjarstarfinu, sinna daglegum viðfangsefnum í
  frímínútum, að taka þátt í vettvangsferðum og aðgengi að skólanum. Aftur á móti var
  meiri þátttaka nemenda með hreyfihamlanir í að vinna í stærðfræði. Niðurstöðurnar varpa
  ljósi á þörf nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga fyrir aðstoð og aðlögun í
  skólaumhverfinu. Þær geta nýst við skipulagningu þjónustu iðjuþjálfa og annarra við
  nemendahópinn, börnum með sérþarfir í námi og fjölskyldum þeirra til hagsbóta.
  Lykilhugtök: Skólaumhverfi, nemendur með erfiðleika af sálfélagslegum toga og þátttaka.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKA-LOKA-LOKA-LOKA.pdf2.19 MBOpinnHeildarskráPDFSkoða/Opna