Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10711
Ritgerðin fjallar um lágmarks hlutföll hvors kyns, kynjakvóta, í stjórnum hlutafélaga, hvernig hann er, hvers vegna og hvað þurfi að gerast til að hann verði virtur. Í ritgerðinni er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
1) Hvernig eru ákvæði um kynjakvótann í hlutafélagalögunum?
2) Hvers vegna ættu fyrirtæki að fjölga konum í stjórnum sínum?
3) Hvað þarf að gera til að kynjakvótinn verði virtur?
Litið var til laga annarra landa og reynslu þeirra, auk ýmissa rannsókna. Íslenska lagaákvæðið um kynjakvótann var borið saman við það norska. Einnig er litið til reynslu Svía og Breta sem hafa ekki lögfest kynjakvótann, heldur hvatt fyrirtæki til að jafna kynjahlutföll í stjórnum sínum með ólíkum hætti.
Tilgangurinn með rannsókninni var að varpa ljósi á til hvaða fyrirtækja kynjakvótinn næði, hvaða ávinning fyrirtæki hafi af því að hafa blandaðar stjórnir og hvað þurfi að gera til að ná kynjakvótanum, bæði varðandi stjórnarhætti fyrirtækja og hugsanlegar lagabreytingar. Konur eru í miklum minnihluta stjórnarmanna og var einnig leitast við að greina hvaða ástæður gætu legið þar að baki.
Rannsóknir sýna að því jafnari sem kynjahlutföll eru í stjórn fyrirtækis, því meiri verður arðsemi þess og stjórnarhættir betri. Stjórnin getur öðlast nýja sýn á viðfangsefni, betri ákvörðunartöku og lagt meiri áherslu á ýmis konar eftirlit með rekstri fyrirtækisins.
Auka þarf umræður um hvers vegna fyrirtæki ættu að fjölga konum í stjórnum sínum og framkvæmdastjórnum, upplýsingagjöf um hlutföll kynjanna í stjórnum og stjórnunarstöðum þarf einnig að efla. Umræður og upplýsingar spila stóran þátt í að kynjakvótanum verði náð og er ritgerðin einn þáttur í því. Vonast er til að ritgerðin verði hluthöfum fyrirtækja hvatning til að jafna kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja sinna, að hluthafar líti ekki á kynjakvótann sem kvöð heldur sjái ávinning í að fullnægja kynjakvótanum.
This thesis focuses on the gender quota in the Icelandic Acts on Limited Liability Companies, how the quota was implemented, why, and what needs to be done for it to be obtained.
The following research questions are answered:
1) What are the gender quota provisions in the Act on limited liability companies?
2) Why should companies increase the number of women on their boards?
3) How can we make sure that gender quotas will be respected?
Legislation of other countries, their experience and various studies and research findings were analyzed. A comparison was made between the Icelandic quotas and the Norwegian one. The experience of Sweden and the UK, and their encouragement towards their companies were studied.
The purpose of the research was to identify which companies the quota applies to, how companies benefit from board diversity and what needs to be done to achieve gender quota, both in terms of corporate governance and possible legal amendment. Since women are the minority of board members, possible reasons for it will be discussed.
Studies show that the more gender equality on boards, the greater the return of the company will be and better corporate governance. The board may get new perspectives, better decision-making and more emphasis on monitoring.
Emphasis should be put on discussions on why the number of women in boards and management should be increased and statistic information on women on boards and management should be increased. Discussions and information are important part of the quota to be obtained, this thesis is an element there to.
This thesis should be an encouragement for shareholders to obtain the gender quota, not only obligatory, but willingly, whereas it is in their companies’ best interests.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ThordisSif_ML_Kynjakvoti i hf.pdf | 1.25 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |