is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10717

Titill: 
 • Ábyrgð endurskoðenda í kjölfar hruns: Helstu álitamál
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið verkefnisins var að draga fram helstu álitamál er varða hlutverk og ábyrgð endurskoðenda í kjölfar bankahrunsins sem varð haustið 2008. Til hliðsjónar er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og ályktanir nefndarinnar um störf endurskoðenda fyrir hrun. Auk þess er fjallað um helstu hlutverk, óhæði, eftirlit, alþjóðlega reikningsskila- og endurskoðunarstaðla, lagalega ábyrgð og sögulegar staðreyndir er varða endurskoðendur og störf þeirra. Verkefnið skiptis í fimm hluta þar sem fyrstu fjórir hlutarnir eru almenn umfjöllun um helstu þætti og í fimmta hlutanum er rannsókn á ályktunum rannsóknarnefndar Alþingis
  Þau álitamál sem talin eru hvað mikilvægust eru skoðuð með gagnrýnum hætti og niðurstaða er dregin út frá eigin gildismati, lagaákvæðum og mati sérfræðinga. Megin heimildir verkefnisins eru 3. bindi skýrslu rannsóknarnefndarinnar, lagagreinar, leiðbeinandi reglur og gögn og ábendingar frá sérfræðingum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru meðal annars þær að endurskoðendur hefðu getað sett athugasemdir er varðar lán til eigin hlutabréfakaupa bankanna fyrir hrun. Það er samt staðreynd að reglur um slíka viðskiptahætti og meðferð í reikningsskilum var ekki alveg ljós á þeim tíma. Þó svo að ákveðin rök um þessi atriði komi fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þá leiða þær ekki fram öll sjónarmið laga, staðla og reglna um meðferð á eigin hlutabréfum í reikningsskilum bankanna.
  Ályktun Rannsóknarnefndar Alþingis um að endurskoðendur hafi brugðist skyldum sínum er varðar mat á virði útlána er ekki að fullu rökstudd. Þar sem nokkrir af stærstu lántakendum voru með jákvætt eigið fé og eiginfjárhlutfall yfir 15% og aðrir bankar í sambærilegri starfsemi á Evrópumarkaði voru að niðurfæra útlán í svipuðum hlutföllum og íslensku bankarnir. Vandamálið var á margan hátt þjóðhagslegt (e.macro) og þar að leiðandi óumflýjanlegt þar sem margir utanaðkomandi þættir höfðu áhrif. Erfitt er því að sjá fyrir möguleikann fyrir því að endurskoðendur áttu sjá fyrir um þessa helstu áhrifavalda rýrnunar útlána.

Samþykkt: 
 • 25.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc. verkefni - Ábyrgð endurskoðenda í kjölfar hruns , tilbúið fyrir skemmuna.pdf575.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna