is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10719

Titill: 
  • Viðskiptavild: Hvar liggur ábyrgðin?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Viðskiptavild er hluti óefnislegra eigna sem hefur verið farið frjálslega með á Íslandi sem og víða erlendis þegar kemur að mati á virði félaga og bókfærðu virði slíkra eigna. Það er ljóst að sá þáttur var orðinn alltof stór í bókum fyrirtækja. Reyndar var mikið keypt af fyrirtækjum erlendis og oft boðið óraunhæft verð.
    Mörg fyrirtæki hér á landi hafa orðið gjaldþrota eða lent í miklum erfiðleikum vegna þess að stjórnandinn var ekki hæfur til að takast á við það verkefni sem honum var falið, fór á skjön við starfsreglur og tók of mikla áhættu. Stjórnendur margir hverjir gengu enn lengra með því að kaupa og selja á milli sín fyrirtækin á enn hærra verði til að hækka viðskiptavild frekar í bókum móðurfélaga þeirra og samhliða hækkaði skuldsetning þeirra. Stjórnir fyrirtækja virðast frekar snúast um persónur og baráttu um stjórnarsæti en um hlutverk, stefnu og áhersluatriði í rekstri. Þær gerðu lítið annað en að samþykkja vanhugsaðar tillögur sem fyrir þær voru lagðar af forstjórum eða eigendum. Endurskoðendur virðast margir hverjir hafa sofið á verðinum og látið undir höfuð leggjast að spyrna gegn því þegar viðskiptavild hefur óneitanlega verið ofmetin í fyrirtækjum á Íslandi.
    Hverjum er þetta þá að kenna? Er þetta stjórnendum fyrirtækja að kenna, greiningafyrirtækjum, endurskoðendum þeirra eða fagfjárfestum sem sýndu ekki aðhald? Ljóst er að þetta virðist vera flestum þessum aðilum að kenna þar sem hver og einn ber ábyrgð en enginn virðist ætla að axla hana.

Samþykkt: 
  • 25.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Soumia Islami.pdf731.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna