is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10721

Titill: 
  • Áfengi og útvarpsmiðlar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er umfjöllun um áfengi og hvernig hún birtist í útvarpi. Markmið verkefnisins var að skoða hvers eðlis umfjöllun áfengis væri og þá sérstaklega hvort hún væri að hvetja til áfengisneyslu. Áhrifaþættir áfengisneyslu eru margir og var hugað að hinum ýmsu þáttum en sérstaklega hvað varðar áhrif fjölmiðla. Auglýsingar áfengis á Íslandi eru bannaðar með lögum en við fyrstu sín virtist sem svo að farið sé duldar leiðir til þess að kynna áfengi svo sem með því að skeyta orðinu léttöl við auglýsingar á drykkjarfangi sem hefur sama nafn og lítur nánast eins og áfengir drykkir. Íslendingar hafa einnig gjarnan verið þekkir fyrir óhóf í áfengisneyslu og var leitast eftir því að fá hugmynd um hvernig viðhorf væri verið að skapa til áfengis í fjölmiðlum. Í þessari rannsókn var athugað hver munur væri á þessum umfjöllunum á þeim tímum þegar að líklegra væri að áfengisneysla væri meiri og var valið að athuga hver umfjöllun áfengis væri í kringum verslunarmannahelgina. Síðara tímabilið var síðan tveimur vikum eftir verslunarmannahelgina þegar líklegra væri að minna væri um umfjöllun um áfengi.
    Niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að áfengistengd umfjöllun í útvarpi er meiri á þeim tímum á þeim tímum þar sem verslunarmannahelgin var gengin í garð og voru í flestum tilvikum umfjallanir þess eðlis að þau hvettu til áfengisneyslu. Flestar umfjallanir voru almennar auglýsingar og var oftast verið að hvetja til neyslu bjór og þá sérstaklega Tuborg. Munur á milli einkareknum útvarpsstöðvum og ríkisreknum var sá að mun meira var um umfjallanir um áfengi á þeim einkareknu og var í flestum tilvikum skeytt orðinu léttöl við þær umfjallanir á þeirri ríkisreknu. Mun meira var einnig um að umfjöllun áfengis væri þess eðlis að hún hvetti til áfengisneyslu á einkareknu útvarpsstöðvunum.

Samþykkt: 
  • 25.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Verkefni - IJ og KH.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna