is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10725

Titill: 
  • Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Lögreglan
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Rannsókn sú sem hér er gerð grein fyrir er unnin sem hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi karla gegn konum. Aðgerðaáætlunin var unnin af samráðsnefnd dóms- og krikjumálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún var samþykkt í ríkisstjórn í september 2006. Í þessari rannsókn er unnið að því að afla þekkingar á því hver séu afskipti og ákvarðanir lögreglu þegar tilkynningar um ofbeldi karla gegn konum berast lögreglunni.
    Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd tók að sér framkvæmd verksins og fékk dr. Ingólf V. Gíslason, dósent við Háskóla Íslands, til að framkvæma rannsóknina. Fljótlega eftir að hafist var handa kom í ljós að Guðbjörg S. Bergsdóttir og Rannveig Þórisdóttir félagsfræðingar voru að vinna að úttekt á gögnum lögreglu sem sneru að ofbeldi í nánum samböndum. Ljóst var að þar yrði svarað mörgum þeim spurningum sem lagt hafði verið upp með í þessari rannsókn. Rannsóknin var því skorin niður, en hér er rétt að nefna nokkur atriði úr bók þeirra Guðbjargar og Rannveigar Heimilisofbeldi.
    Í ritinu eru athuguð 993 mál sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2006 og 2007 og flokkuðust undir ofbeldi eða ágreining milli skyldra og tengdra. Meðal þeirra atriða sem fram koma í þeirri rannsókn og tengjast beint efni þessarar skýrslu er að nokkur munur virðist vera á skráningu mál eftir lögregluembættum landsins þannig að færri mál eru skráð á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þá virðast ítrekanir ekki vrea margar þessi tvö ár þannig að 87% þolenda koma aðeins einu sinni við sögu. Þegar hins vegar skýrslur eru lesnar kemur í ljós að í þriðjungi mála hafði gerandi áður beitt þolanda ofbeldi. Yfirgnæfandi meirihluti gerenda höfðu áður verið kærðir fyrir önnur brot en heimilisofbeldi, svo sem of hraðan akstur, þjófnað, ölvun og meðferð ávan- og fíkniefna. Í tæpum 40% tilvika var a.m.k. eitt barn á vettvangi þegar atvikið átti sér stað. Sú staðreynd er afar alvarleg í ljósi þekkingar á því hvaða afleiðingar það getur haf fyrir börn að alast upp á heimilum þar sem ofbeldi er beitt og undirstrikar mikilvægi þess að barnavernd og félagsmálayfirvöld hafi aðkomu að þessum málum í ríkari mæli en verið hefur. Loks ber að nefna að lögregla handtók 20% gerenda en í 40% tilvika varð gerandi eftir á vettvangi þannig að í reyndar var ekkert aðhafst gagnvart honum (Guðbjörg Bergsdóttir og Rannveig Þórisdóttir, 2010).

ISBN: 
  • 978-9935-9026-0-3
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 25.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsokn-Ofbeldi-Logregla-28022011.pdf155.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna