Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10727
Ritgerð þessi fjallar um rafræna reikninga á Íslandi, stöðu innleiðingar og ástæður þess að rafrænir reikningar eru ekki almennari en raun ber vitni í viðskiptum hér á landi. Þar sem viðfangsefnið er fremur nýtt af nálinni og lítið hefur verið fjallað um það á almennum vettvangi er leitast við að skýra sem best út á hvað rafrænir reikningar ganga, hvert umhverfi þeirra er og hvaða hagræðingarmöguleika þeir bjóða upp á fyrir fyrirtæki. Þar að auki er reynt að kortleggja stöðu innleiðingar hér á landi, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkafyrirtækjum, annars vegar hver staðan er í dag og hins vegar hver möguleg þróun er til framtíðar. Farið verður yfir tæknilegt og lagalegt umhverfi rafrænna reikninga auk þess sem möguleikar á hagræðingu eru skoðaðir. Það er niðurstaða höfundar að Ísland hafi dregist verulega aftur úr í þróun rafrænna viðskiptaferla og að ríkið verði að ganga harðar fram og móta sér stefnu og fylgja henni til þess að ná þeim árangri sem nágrannalönd okkar hafa náð í þessum efnum. Allt of fá fyrirtæki hafa innleitt rafræna reikninga og því miður eru þau einnig fá fyrirtækin sem eru að innleiða þá í dag. Til þess að ná fram þeirri hagræðingu sem möguleg er þarf að auðvelda smærri aðilum innleiðinguna og lækka upphafskostnað við hana. Með því mætti fjölga mjög í þeim hóp sem bæði sendir og móttekur rafræna reikninga og þar með auka enn á hagræði þeirra sem tilheyra þeim hópi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rebekka Adalsteinsdottir Bs 2011 Rafraenir reikningar.pdf | 1.45 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |