is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10728

Titill: 
  • Hagrænir álitaþættir á gjaldtöku umferðar - Fráhvarf frá eldsneytissköttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjónarmið umferðar á gjaldtöku
    Aðalumfjöllunarefni þessarar ritgerðar eru sjónarmið umferðar á gjaldtöku ásamt hagrænum álitaþáttum sem snerta umferð og gjaldtöku af umferð. Farið verður yfir hagfræðilega þætti sem snerta gjaldtökuna og þann kostnað sem umferð veldur. Verður vikið að þeirri þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu hvað varðar rafræna gjaldtöku af umferð. Straumar og stefnur frá Evrópu fá sinn skerf í ritgerðinni. Með samþykki Evrópusambandsins á tilskipun 2004/52/CE um rafræna gjaldtöku af umferð í mars árið 2004 var settur grunnur fyrir aðrar þjóðir innan Evrópu hvað varðar framtíðar gjaldheimtu af umferð. Breytingar á bílaflota á næstu árum, aðrir aflgjafar eins og rafmagn, metan og blendingsbílar ásamt tækniþróun í nýjum bensín- og díselbílum gera ökumönnum kleyft að keyra mun fleiri kílómetra á færri lítrum en eldri bílar gátu áður. Skattur á eldsneyti er meginuppistaða af þeim álögum sem eru lagðar á umferð í dag. Með breytingum í aflgjöfum og betri nýtingu eldsneytis er ljóst að núverandi fyrirkomulag hentar ekki eins vel til að tryggja tekjur af umferð. Auk þess að núverandi fyrirkomulag er hvorki gagnsætt fyrir skattgreiðandann varðandi álagningu ríkisins né í hvað gjaldheimtan er notuð innan vegakerfisins. Niðurstaðan er sú að rafræn gjaldheimta er álitlegur kostur til að taka við núverandi kerfi. Rafræn gjaldtaka byggð á stað og stund með hjálp staðsetningartækni í gegnum gervihnött er ein af fýsilegum leiðum sem líklega verður ofan á. Ákveðnir ágallar eru þó á slíkri leið og eru þeim tækniþáttum gerð skil í ritgerðinni. Að lokum útlista höfundar hvernig innleiðing á slíku kerfi gæti átt sér stað á Íslandi ásamt því að ræða sjónarmið almennings og persónuvernd.

Samþykkt: 
  • 26.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagrænir álitaþættir á gjaldtöku umferðar.pdf639,54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna