en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10729

Title: 
  • Title is in Icelandic Starfsánægja sjúkraþjálfara
Submitted: 
  • December 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á starfsánægju sjúkraþjálfara á Íslandi. Við rannsóknina var notast við mælitækið Evrópsku starfsánægjuvísitaluna (EEI) sem hefur verið þýdd, prófuð og staðfærð að íslenskum aðstæðum og heitir Íslenska starfsánægjuvísitalan. Hún byggir á átta þáttum starfsánægju og hvatningar sem tengjast hollustu og tryggð starfsmanna. Rannsóknin var lögð fyrir dagana 13. – 23. október 2011 með rafrænum hætti. Könnunin var send á félagsmenn Félags íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) og svöruðu 129 af 418 félagsmönnum. Svarhlutfallið var því rétt tæp 30%. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þríþættar í fyrsta lagi að sjúkraþjálfarar á Íslandi eru á heildina litið jafn ánægðir og vísitala Íslensku ánægjuvísitölunnar. Í öðru lagi eru sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar síður ánægðari heldur en sjúkraþjálfarar sem starfa sem launþegar og þeir sjúkraþjálfara sem starfa hvor tveggja sem launþegar og sjálfstætt starfandi. Í þriðja lagi þá virðast sjúkraþjálfarar sem starfa hvoru tveggja sem launþegar og sjálfstætt starfandi vera ánægðastir.

Description: 
  • Description is in Icelandic Viðskiptafræði
Accepted: 
  • Jan 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10729


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Starfsánægja sjúkraþjálfara-Bryndís Eva Sverrisdóttir.pdf462.73 kBOpenHeildartextiPDFView/Open