is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1073

Titill: 
 • Fólasínnotkun barnshafandi kvenna fyrir þungun og á meðgöngu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þekkingu og notkun barnshafandi kvenna á fólasíni fyrir og á meðgöngu. Ýmsar rannsóknir, bæði íslenskar og erlendar, sýna að fáar konur á barneignaaldri taka inn fólasín í nægjanlegu magni og á réttan hátt.
  Notast var við megindlega aðferðarfræði við gerð þessarar rannsóknar. Upplýsingum var safnað kerfisbundið með spurningarlista og voru þátttakendur valdir með þægindaúrtaki. Konur sem leituðu til mæðraverndar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) á tímabilinu 1.-15. febrúar 2007, fengu afhentan spurningalista sem innihélt 13 spurningar. Alls svöruðu 58 konur spurningalistanum. Sami spurningalisti var hannaður og notaður í sambærilegri rannsókn árið 2000 sem Sigfríður Inga Karlsdóttir, Rannveig Pálsdóttir og Reynir Arngrímsson gerðu. Þýði rannsóknarinnar samanstóð af öllum konum sem sækja þjónustu mæðraverndar HAK.
  Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við hugbúnaðinn Statistical Package for Social Sciences (SPSS) og töflureikninn Microsoft Excel.
  Rannsóknarspurningar okkar voru tvær:
  - Tóku barnshafandi konur á Akureyri fólasín fyrir þungun og á meðgöngu?
  - Hafa barnshafandi konur á Akureyri þekkingu á forvarnargildi fólasíns?
  Tilgátur rannsakenda:
  - Of fáar konur taka inn fólasín fyrir þungun og á meðgöngu.
  - Þekkingu kvenna á barneignaaldri á forvarnargildi fólasíns er ábótavant.
  Samkvæmt niðurstöðunum okkar var þekking á forvarnargildi fólasíns mest meðal kvenna á aldrinum 25-34 ára en minnst þekking var meðal kvenna á aldrinum 35-45 ára.
  Mjög fáar konur tóku inn fólasín daglega fjórum vikum fyrir þungun eða innan við 30% þáttakenda. Reyndist minnsta hlutfallið vera innan aldurhópsins 35-45 ára eða innan við 20%. Hinsvegar sögðust yfir 50% kvennanna í öllum aldurshópum hafa tekið fólasín daglega eftir þungun. Þetta sýnir greinilega þörf á aukinni fræðslu meðal allra aldurshópa um rétta notkun fólasíns, þ.e. mikilvægi þess að byrja að taka það inn að minnsta kosti fjórum vikum fyrir þungun og a.m.k fram yfir 12 viku meðgöngu.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Abstract.pdf69.78 kBOpinnAbstractPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf88.58 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf88.21 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni læst.pdf3.19 MBLokaðurMeginmálPDF