Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10730
Markmið þessarar rannsóknar er að skoða samspil ávöxtunar og heildarkostnaðar séreignarsjóða á Íslandi. Leitast er við að draga fram sem heildstæðasta mynd af þeim þáttum sem móta og stýra rekstri séreignarsjóða. Sýnt er fram á hvernig kostnaður sem fellur til við fjárfestingu sparnaðar getur til langs tíma haft mikil áhrif á ávöxtun sjóðfélaga og dregið úr heildarsparnaði þeirra. Í rannsókninni er stuðst við kennitölur úr ársskýrslum Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði og skoðaðir 47 sjóðir á árabilinu 2004 til 2010. Settar eru fram fjórar tilgátur um að fjárfestingarstefna, stærð sjóða, rekstrarsaga og sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar hafi áhrif á heildarkostnað. Rannsóknin leiðir í ljós að munur er á heildarkostnaði sjóða sem fjárfesta í verðtryggðum innlánum og þeirra sem notast við annars konar fjárfestingarstefnu. Ekki er hægt að sýna fram á að aldur sjóða og sérstök útgreiðsla séreignarsparnaðar hafi áhrif á heildarkostnað þeirra. Marktækur munur reynist ekki vera á milli sjóða eftir stærð og má telja líklegt að íslensku séreignarsjóðirnir nái ekki stærðarhagkvæmni vegna smæðar sinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Haraldur Ársælsson Bsc 2011 Lífeyrismál Séreignarsparnaður Tengsl heildarkostnaðar og ávöxtunar séreignarsjóða.pdf | 1.47 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |