en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/10735

Title: 
  • Title is in Icelandic Breyting á markaðssetningu á íþróttavörum eftir efnahagshrun
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð fjallar um markaðssetningu á íþróttavörum í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er:
    Hvernig hefur markaðssetning á íþróttavörum breyst eftir efnahagshrun?
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þau fyrirtæki sem rætt var við eru nú þegar byrjuð að notast við aðra auglýsingamiðla en þau gerðu fyrir efnahagshrun. Markaðssetningin er þó ekki það eina sem hefur breyst heldur hafa samningar sem fyrirtæki gera við viðskiptavini sína einnig breyst. Breytingin á samningunum er annars vegar fólgin í því að heildarfjárhæðir samninga hafa lækkað og hinsvegar eru gerðir færri samningar núna heldur en fyrir efnahagshrunið. Niðurstöðurnar leiddu jafnframt í ljós að það er ekki algilt að fyrirtæki hafi dregið úr markaðssetningu eftir efnahagshrunið. Til að mynda hafa tvö þeirra fyrirtækja sem rætt var við lagt til meira fjármagn í auglýsingar eftir efnahagshrunið heldur en þau gerðu fyrir efnahagshrunið.
    Fyrirtækin sem rætt var við eiga það sameiginlegt að hafa öll orðið vör við breytingar á markaðssetningu samkeppnisaðila sinna. Einnig eru öll fyrirtækin byrjuð að nota samskiptavefinn Facebook til markaðssetningar. Hafa verður í huga að erfitt getur verið að greina á milli þess hvort aukin notkun á Facebook sé bein afleiðing efnahagshrunsins eða hvort hún stafi fremur af auknum tækniframförum undanfarinna ára.

Accepted: 
  • Jan 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10735


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSc Ritgerð.Guðni&Sindri.pdf406.16 kBOpenComplete TextPDFView/Open