is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10737

Titill: 
  • Þekking sálfræðinema á afleiðingum heilaáverka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heilaáverki er algeng orsök fötlunar í heiminum. Þrátt fyrir háa tíðni heilaáverka hafa rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi sýnt að þekkingu er ábótavant meðal almennings sem og heilbrigðisstarfsfólks um afleiðingar þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu sálfræðinema á afleiðingum heilaáverka til að komast að því hvort markvissari fræðslu um efnið væri þörf. Niðurstöður rannsóknarinnar voru einnig bornar saman við niðurstöður nýlegra erlendra rannsókna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 278 sálfræðinemar á fyrsta og öðru námsári við Háskóla Íslands. Þeir svöruðu 27 atriða lista um afleiðingar heilaáverka. Niðurstöður voru að þrátt fyrir að sálfræðinemendurnir höfðu betri þekkingu á efninu en almenningur í fyrri rannsóknum voru ranghugmyndir enn til staðar með tilliti til meðvitundarleysis/dás, bata og óminnis í kjölfar heilaáverka. Því má álykta að fræðsla um langvarandi og oft óafturkræfar afleiðingar heilaáverka þurfi að vera markviss til að útrýma algengum ranghugmyndum um þær meðal sálfræðinemenda.

Samþykkt: 
  • 27.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekking sálfræðinema á afleiðingum heilaáverka.pdf521.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna