is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10739

Titill: 
  • Fyrir ofan garð og neðan. Könnun á forsetningum í íslensku, uppruna þeirra, merkingu og notkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er gerð grein fyrir ýmsum almennum atriðum sem snerta orðflokkinn forsetningar, hugað að uppruna þeirra og helstu skilgreiningum sem koma við sögu. Kerfi þýskra forsetninga er stuttlega borið saman við það íslenska og greint frá helstu einkennum íslenskra forsetninga hvað snertir beygingar, orðmyndun og setningarstöðu. Þá er einnig sérstaklega vikið að merkingu eða hlutverki forsetninga og nútímalegri notkun þeirra.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er greint frá niðurstöðum athugunar á notkun fáeinna tví- eða fleiryrtra forsetninga og forsetningasambanda og eftir föngum leitast við að varpa ljósi á flókið og frjósamt samband ákveðinna forsetninga og atviksorða. Tilfærð eru dæmi úr íslenskri málsögu, langflest úr ritmáli, frá fyrstu tíð og fram á 21. öld, og reynt að draga almennar ályktanir af þeim. Forsetningasambönd þessi vísa upprunalega öll til einhvers konar staðar í rúmi eða afstöðu miðað við ákveðinn stað eða miðpunkt og stýra jafnan þolfalli. Forsetningarnar eru þessar: fyrir ofan, fyrir neðan, fyrir framan, fyrir aftan, fyrir utan, fyrir innan, fyrir handan og (á) bak (við)/að baki.

Samþykkt: 
  • 27.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Forsetningar_Thorkell.pdf527.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna