is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1074

Titill: 
 • Könnun á heilsu og færni eldri borgara sem búa í þjónustuíbúðum fyrir aldraða á Akranesi og í Kópavogi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Vandasamt getur verið að ná til sjálfstætt búandi eldri borgara í samfélaginu, sem eru í áhættuhópi varðandi þverrandi heilsu og fá ekki heilbrigðisþjónustu við hæfi. Spurningalistinn VES -13 (The Vulnerable Elders Survey) var hannaður í þeim tilgangi að auðvelda fagfólki í öldrunarþjónustu að finna þá eldri borgara sem búa einir eða í þjónustuíbúðum og eru í áhættuhóp varðandi þverrandi færni og lífslíkur.
  Tilgangur rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að þýða á íslensku og staðfæra og kanna notagildi spurningalistans, VES-13, fyrir samfélag eldri borgara sem búa einir án aðstoðar eða í þjónustuíbúðum á Íslandi. Í öðru lagi var tilgangurinn sá að kanna heilsu og færni íbúa sem búa sjálfstætt í þjónustuíbúðum á Akranesi og í Kópavogi auk þess að greina þá sem eru í áhættuhóp varðandi þverrandi færni, heilsu og lífslíkur. Rannsóknin var megindleg og var úrtakið 50 eldri borgarar sem bjuggu í þjónustuíbúðum á Akranesi og í Kópavogi sem valdir voru með slembiúrtaki. Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við hugbúnaðinn SPSS og töflureikninn Excel.
  Af úrtakinu tóku 74 % þátt í rannsókninni og voru flestir þátttakendur á aldrinum 75-84 ára. Svörun var betri á Akranesi þar sem 84% svöruðu spurningalistanum en 64% svörun var í Kópavogi. Konur voru í miklum meirihluta þátttakenda eða alls 73%.
  VES-13 í íslenskri þýðingu reyndist skýr og auðveldur í notkun og eingöngu tók fimm mínútur að leggja hann fyrir í síma.
  Megin niðurstöður voru þær að alls voru 65% þátttakenda samkvæmt VES-13 í að meðaltali 32% meiri hættu á að verða fyrir heilsu- og færniskerðingu eða látast innan tveggja ára en þeir sem ekki greindust innan þessa áhættuhóps. Þá voru samkvæmt sömu viðmiðunum 13.5% þátttakenda í um 60% meiri áhættu á að verða fyrir heilsu hnignun eða látast innan um það bil árs. Rannsóknarniðurstöðurnar gefa til kynna að mikilvægt sé að halda utan um þennan sífellt stækkandi hóp eldri borgara. Því þurfa hjúkrunarfræðingar í öldrunarþjónustu að vera betur vakandi fyrir þeim fjölmörgu þáttum er setja þennan hóp skjólstæðinga í áhættu varðandi heilsu og færniskerðingu og hafa marktæk áhrif á lifun þeirra.
  Lykilhugtök: aldraðir, mælitæki, lífsgæði, spurningalisti, skimun, áhættuþættir.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni í hjúkrunarfræði 2007.pdf1.65 MBLokaðurHeildPDF